„Væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2024 22:01 Janus Daði Smárason liðkaði sig til fyrir æfingu landsliðsins í München í dag, og fór svo á kostum í upphitunarfótbolta áður en dyrunum var lokað fyrir fjölmiðlum. VÍSIR/VILHELM „Vonandi náum við að hafa hátt tempó og hlaupa dálítið með þá. Ég hlakka til að takast á við þetta,“ segir Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, fyrir slaginn mikla við Ungverjaland annað kvöld. Hann flytur til Ungverjalands í sumar. Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Ísland og Ungverjaland hafa marga hildi háð í gegnum árin. Liðin mættust síðast á HM í Svíþjóð fyrir ári síðan, þar sem Ungverjar unnu 30-28 eftir að Ísland hafði komist í 25-19 þegar átján mínútur voru eftir. En fyrir tveimur árum vann Ísland sigur á Ungverjum á þeirra heimavelli á EM. „Ætli þetta séu ekki tvö ólík lið og svo snýst þetta um hvor nær að hafa yfirhöndina. Hvort við náum að halda okkar leik og okkar hraða, eða hvort að þeir nái að stýra þessu á sínu tempói og smá klunnabolta. Svo eru þetta bara tvö frábær lið og þess vegna getur þetta alveg verið jafnt,“ segir Janus, meðvitaður um hvað þarf að virka gegn ungversku sókninni: Klippa: Janus Daði vill hraða gegn Ungverjum „Við þurfum að hafa fyrir því að dekka þá og forvinna, og vera dálítið meðvitaðir um hvað er að koma hverju sinni, svo við séum þokkalega rétt staðsettir. Svo bara að taka á þeim. Berja þá. Við vorum að horfa á klippur í dag og þá sá maður aðeins af leiknum fyrir ári. Auðvitað var það grautfúlt en núna er nýtt mót. Mér finnst við hafa tekið skref sem lið og ætlum að halda áfram að gera það. Ef við spilum okkar leik þá held ég að við vinnum,“ segir Janus. „Við eigum mig bara inni“ Janus er einn af sóknarmönnum Íslands sem eiga meira inni en þeir hafa sýnt hingað til á mótinu. Hann lék tæpar 18 mínútur í jafnteflinu gegn Serbum og 13 mínútur í sigrinum gegn Svartfellingum, og skoraði eitt mark í hvorum leik. Hann hefur spilað með efsta liði Þýskalands, Magdeburg, í vetur og ætti að hafa komið inn á EM með gott sjálfstraust. „Ég er í toppstandi. Hef nú ekki spilað neitt allt of vel þegar ég hef komið inn á en við eigum mig bara inni. Ég er klár og vonandi að ég geti hjálpað áfram eitthvað. Við viljum allir spila mikið. Við erum í þessu saman og maður mætir bara og sýnir hvað í sér býr. Þetta er langt og strembið mót, við ætlum okkur áfram og þá koma fleiri leikir í milliriðlinum. Mómentið er með þér eða ekki og þá ertu bara klár,“ segir Janus sem í sumar flytur einmitt til Ungverjalands, til að verða leikmaður Pick Szeged, vonandi með montrétt á liðsfélagana: „Ég hef nú ekki pælt mikið í því en það væri vont að láta þá kasta okkur út aftur og mæta með skottið á milli lappanna. Við ætlum að vinna á morgun.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á morgun klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira