„Stríð í sextíu mínútur á móti þessum turnum“ Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2024 13:30 Varnarnaglinn Ýmir Örn Gíslason gleðst með áhorfendum eftir að sigurinn gegn Svartfellingum var í höfn. VÍSIR/VILHELM Ýmir Örn Gíslason, einn af strákunum okkar á EM í handbolta, fær að glíma við einn allra erfiðasta línumann heims í kvöld þegar hann tekst á við hinn tröllvaxna Bence Bánhidi. Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Leikur Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur um efsta sæti C-riðils en þessi lið þekkjast afar vel eftir rimmur síðustu ára. Ungverjar unnu á HM í fyrra en Ísland á EM fyrir tveimur árum. „Ég er bara mjög spenntur. Þetta verður krefjandi leikur. Þeir eru mjög góðir og að spila vel. Mér finnst þeir líta betur út núna en á síðustu árum. Þeir eru rosalega þéttir varnarlega, og við þurfum þessa þolinmæði til að taka 2-3 aukasendingar til að komast í gegn. Þetta verður auðvitað ekki svo einfalt en þannig er hugmyndin í grófum dráttum. Varnarlega verður þetta stríð í sextíu mínútur á móti þessum tveimur turnum á línunni, skyttunum sem þeir hafa og litlu, snöggu miðjumönnunum,“ sagði Ýmir á æfingu landsliðsins í gær. Klippa: Ýmir um stríðið við Banhidi En hvernig er að eiga við Bánhidi og félaga? „Það er bara ekki auðvelt. Hann er stór og sterkur, grípur vel, slúttar vel, er vel staðsettur. Hann er erfiður að eiga við.“ Hvað er best að gera? Þétta vel í kringum hann og treysta markvörðunum „Ætli það sé ekki bara að vera klókir og átta okkur á því þegar það er verið að spila upp á hann [Bánhidi]. Hvort þeir ætli í skot eða að spila á hann. Þétta vel í kringum hann og treysta þá bara markvörðunum betur. Þeir [markverðir Íslands] eru helvíti góðir í þessum skotum að utan. Ætli þetta snúist ekki um að treysta og trúa?“ Ísland gerði jafntefli við Serbíu í fyrsta leik og vann svo eins marks sigur á Svartfjallalandi í fyrradag. Ungverjar hafa unnið báða leiki sína en það þýðir að með sigri í kvöld kæmist Ísland með tvö stig áfram í milliriðil. „Við getum allir verið sammála um að við eigum meira inni. Hvort sem það er sóknarlega eða varnarlega, í hlaupum og allt þetta. Það er rosalega gott að vera komnir með þessi þrjú stig en vera samt að spila ekki nógu vel, og á köflum eiginlega illa. Það er það jákvæða sem maður tekur út úr þessu.“ Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis er á staðnum og fjallar ítarlega um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira