Viðskipti innlent

Linda hættir og staðan lögð niður

Árni Sæberg skrifar
Linda Jónsdóttir hefur lengi starfað hjá Marel. Hún er einnig stjórnarformaður Íslandsbanka.
Linda Jónsdóttir hefur lengi starfað hjá Marel. Hún er einnig stjórnarformaður Íslandsbanka. Stöð 2

Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar, hefur ákveðið að láta af störfum hjá Marel. Staðan verður í kjölfarið lögð niður og verkefni færast á aðra stjórnendur í fyrirtækinu.

Þetta segir tilkynningu Marel til Kauphallarinnar. Þar segir að Linda muni verða stjórnendum innan handar til að tryggja örugga samfellu í yfirfærslu verkefna innan félagsins.

Linda hafi starfað hjá Marel frá árinu 2009, fyrst sem yfirmaður fjárstýringar og fjárfestatengsla þar til hún tók við starfi fjármálastjóra árið 2014 og hafi verið í núverandi starfi frá árinu 2022.

„Ég vil þakka Lindu Jónsdóttur kærlega fyrir hennar mikilvæga framlag á fimmtán ára ferli sínum hjá Marel. Linda hefur verið lykilmanneskja í framkvæmdastjórn félagsins og átt mikilvægan þátt í vexti og framþróun félagsins undanfarin ár. Við hjá Marel óskum henni alls hins besta og farsældar í hennar framtíðarverkefnum,“ er haft eftir Árna Sigurðssyni, forstjóra Marel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×