Einkunnir strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Andlaust, lint og lélegt Íþróttadeild Vísis skrifar 16. janúar 2024 21:39 Íslendingar áttu engin svör gegn öflugum Ungverjum í kvöld. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun, 25-33, fyrir Ungverjalandi í lokaleik sínum í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi. Eftir sigur Svartfjallalands á Serbíu, 29-30, fyrr í dag var ljóst að íslenska liðið var komið áfram í milliriðla. Það fer hins vegar stigalaust þangað eftir afleita frammistöðu gegn Ungverjalandi í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-15, Ungverjum í vil og þeir pökkuðu Íslendingum svo saman í seinni hálfleiknum. Mestur varð munurinn níu mörk. Viggó Kristjánsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með átta mörk og sá eini sem getur verið virkilega sáttur með frammistöðu sína í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson varði ágætlega í seinni hálfleik og Aron Pálmarsson átti góða spretti en aðrir voru langt frá sínu besta. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (12 varin skot) Byrjaði í markinu en náði sér engan veginn á strik og varði aðeins tvö skot í fyrri hálfleik (sautján prósent). Kom aftur í markið í seinni hálfleik og varði þá tíu skot. Endaði með tólf varin skot (34 prósent) en getur miklu betur. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (2 mörk) Skoraði tvö mörk snemma leiks en síðan ekki söguna meir. Hefur verið ólíkur sjálfum sér í síðustu tveimur leikjum. Fer illa með færin og allt lekur í gegnum Bjarka í vörninni. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk) Ágætis leikur hjá fyrirliðanum. Átti góða kafla í vörn, gaf sex stoðsendingar og skoraði þrjú mörk. Tapaði boltanum hins vegar tvisvar illa í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið missti tökin á leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 1 (4 sköpuð færi) Er langt frá því að vera sami leikmaður og fyrir meiðslin. Fiskaði Bence Bánhidi út af með rautt spjald en gerði lítið annað. Lið bakka á Gísla, þétta í kringum hann og ráða vel við ítrekaðar árásir hans sem eru ekki jafn kraftmiklar og áður. Þá gengur boltinn illa í gegnum Gísla. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (5/2 mörk) Skoraði fimm mörk en átti samt ekki góðan leik. Sýndi einstaka spretti í fyrri hálfleik en datt svo niður og sat á bekknum mest allan seinni hálfleik þegar Viggó spilaði og spilaði vel. Hvað er svo málið með vítin hjá Ómari á mótinu? Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 1 (2 mörk) Annar afleitur leikur hjá Sigvalda í röð. Klikkaði á þremur dauðafærum og tapaði boltanum í þrígang. Einbeitingin virtist ekki vera til staðar hjá þessum stórgóða leikmanni. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 3 (3 mörk) Hefur oft spilað betur. Skoraði þrjú mörk en fann engan takt í vörninni. Það var svo kannski lýsandi fyrir leikinn þegar Elliðaskotið af miðjunni geigaði í seinni hálfleik. Elvar Örn Jónsson, varnarmaður - 2 (1 mark) Skoraði eitt mark en spilaði aðallega í vörninni þar sem hann var ólíkur sjálfum sér. Alltof passívur og réði illa við skyttur Ungverjanna. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 1 (2 varin skot) Átti afar slæma innkomu eftir flotta frammistöðu gegn Svartfjallalandi. Allt fór í gegnum Björgvin sem varði aðeins tvö skot (sautján prósent). Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark) - Tókst ekki að trekkja sóknarleik íslenska liðsins í gang. Verður að nýta tækifærin sín betur en hann hefur gert á mótinu til þessa. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (8/4 mörk) Langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum og getur borið höfuðið hátt eftir sína frammistöðu. Áræðinn, yfirvegaður og var helsta sóknarógn Íslendinga í seinni hálfleik. Var svalur á vítalínunni og skoraði átta mörk, flest í íslenska liðinu. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 2 (1 stoðsending) Klikkaði á báðum færunum sínum og virðist ekki tilbúinn á þetta stóra svið. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 2 (3 stopp) Náði sér ekki á strik frekar en aðrir varnarmenn íslenska liðsins. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (0 mörk) Spilaði lítið og náði ekki að láta að sér kveða. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2 (2 sköpuð færi) Fékk sínar fyrstu mínútur á mótinu en gerði lítið. Klikkaði á báðum skotunum sínum og virtist ekki tilbúinn í verkefnið. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 1 Chema Rodríguez skákaði og mátaði Snorra í baráttu þjálfaranna. Enn og aftur var sóknarleikur íslenska liðsins slakur. Þjálfarinn getur vissulega ekki nýtt færin fyrir leikmennina sem bregst hvað eftir annað bogalistin í upplögðum stöðum. En hann er ekki með lausnir við varnarleik andstæðinganna og sóknarleikur Íslands er hnoðkenndur og fyrirsjáanlegur. Eins og Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig, sagði í Besta sætinu eftir sigurinn á Svartfjallalandi hefur Snorri bara borið sama graut á borð og forveri hans í starfi, nema í annarri skál. Vonandi verður hann bragðbættur eitthvað á næstu dögum því frammistaða íslenska liðsins á mótinu hingað til hefur verið léleg. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Eftir sigur Svartfjallalands á Serbíu, 29-30, fyrr í dag var ljóst að íslenska liðið var komið áfram í milliriðla. Það fer hins vegar stigalaust þangað eftir afleita frammistöðu gegn Ungverjalandi í kvöld. Staðan í hálfleik var 13-15, Ungverjum í vil og þeir pökkuðu Íslendingum svo saman í seinni hálfleiknum. Mestur varð munurinn níu mörk. Viggó Kristjánsson var markahæsti leikmaður íslenska liðsins með átta mörk og sá eini sem getur verið virkilega sáttur með frammistöðu sína í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson varði ágætlega í seinni hálfleik og Aron Pálmarsson átti góða spretti en aðrir voru langt frá sínu besta. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Stöðvar tvö leikmönnum og þjálfaranum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn og þjálfarar fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Einkunnir Íslands gegn Ungverjalandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (12 varin skot) Byrjaði í markinu en náði sér engan veginn á strik og varði aðeins tvö skot í fyrri hálfleik (sautján prósent). Kom aftur í markið í seinni hálfleik og varði þá tíu skot. Endaði með tólf varin skot (34 prósent) en getur miklu betur. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (2 mörk) Skoraði tvö mörk snemma leiks en síðan ekki söguna meir. Hefur verið ólíkur sjálfum sér í síðustu tveimur leikjum. Fer illa með færin og allt lekur í gegnum Bjarka í vörninni. Aron Pálmarsson, vinstri skytta - 4 (3 mörk) Ágætis leikur hjá fyrirliðanum. Átti góða kafla í vörn, gaf sex stoðsendingar og skoraði þrjú mörk. Tapaði boltanum hins vegar tvisvar illa í fyrri hálfleik þegar íslenska liðið missti tökin á leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 1 (4 sköpuð færi) Er langt frá því að vera sami leikmaður og fyrir meiðslin. Fiskaði Bence Bánhidi út af með rautt spjald en gerði lítið annað. Lið bakka á Gísla, þétta í kringum hann og ráða vel við ítrekaðar árásir hans sem eru ekki jafn kraftmiklar og áður. Þá gengur boltinn illa í gegnum Gísla. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 2 (5/2 mörk) Skoraði fimm mörk en átti samt ekki góðan leik. Sýndi einstaka spretti í fyrri hálfleik en datt svo niður og sat á bekknum mest allan seinni hálfleik þegar Viggó spilaði og spilaði vel. Hvað er svo málið með vítin hjá Ómari á mótinu? Sigvaldi Guðjónsson, hægri hornamaður - 1 (2 mörk) Annar afleitur leikur hjá Sigvalda í röð. Klikkaði á þremur dauðafærum og tapaði boltanum í þrígang. Einbeitingin virtist ekki vera til staðar hjá þessum stórgóða leikmanni. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 3 (3 mörk) Hefur oft spilað betur. Skoraði þrjú mörk en fann engan takt í vörninni. Það var svo kannski lýsandi fyrir leikinn þegar Elliðaskotið af miðjunni geigaði í seinni hálfleik. Elvar Örn Jónsson, varnarmaður - 2 (1 mark) Skoraði eitt mark en spilaði aðallega í vörninni þar sem hann var ólíkur sjálfum sér. Alltof passívur og réði illa við skyttur Ungverjanna. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - 1 (2 varin skot) Átti afar slæma innkomu eftir flotta frammistöðu gegn Svartfjallalandi. Allt fór í gegnum Björgvin sem varði aðeins tvö skot (sautján prósent). Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark) - Tókst ekki að trekkja sóknarleik íslenska liðsins í gang. Verður að nýta tækifærin sín betur en hann hefur gert á mótinu til þessa. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 5 (8/4 mörk) Langbesti leikmaður íslenska liðsins í leiknum og getur borið höfuðið hátt eftir sína frammistöðu. Áræðinn, yfirvegaður og var helsta sóknarógn Íslendinga í seinni hálfleik. Var svalur á vítalínunni og skoraði átta mörk, flest í íslenska liðinu. Stiven Tobar Valencia, vinstri hornamaður - 2 (1 stoðsending) Klikkaði á báðum færunum sínum og virðist ekki tilbúinn á þetta stóra svið. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 2 (3 stopp) Náði sér ekki á strik frekar en aðrir varnarmenn íslenska liðsins. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (0 mörk) Spilaði lítið og náði ekki að láta að sér kveða. Haukur Þrastarson, leikstjórnandi - 2 (2 sköpuð færi) Fékk sínar fyrstu mínútur á mótinu en gerði lítið. Klikkaði á báðum skotunum sínum og virtist ekki tilbúinn í verkefnið. Kristján Örn Kristjánsson, hægri skytta - spilaði ekki Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari - 1 Chema Rodríguez skákaði og mátaði Snorra í baráttu þjálfaranna. Enn og aftur var sóknarleikur íslenska liðsins slakur. Þjálfarinn getur vissulega ekki nýtt færin fyrir leikmennina sem bregst hvað eftir annað bogalistin í upplögðum stöðum. En hann er ekki með lausnir við varnarleik andstæðinganna og sóknarleikur Íslands er hnoðkenndur og fyrirsjáanlegur. Eins og Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Leipzig, sagði í Besta sætinu eftir sigurinn á Svartfjallalandi hefur Snorri bara borið sama graut á borð og forveri hans í starfi, nema í annarri skál. Vonandi verður hann bragðbættur eitthvað á næstu dögum því frammistaða íslenska liðsins á mótinu hingað til hefur verið léleg.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira