„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. janúar 2024 22:31 Bjarki Már var svekktur á svip þegar fréttamaður spurði út í leik gærkvöldsins. vísir / vilhelm Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. „Maður er svona hálf tómur ennþá að reyna að melta þetta afþví það fór það margt úrskeiðis. Eins og alltaf á þessum stórmótum er lítill tími að velta fyrir sér hlutunum. Nú er bara nýr leikstaður, ný tækifæri, við þurfum að stilla saman strengi og ná saman einum góðum leik svona til að byrja með.“ Hann sagði ærandi þögn hafa verið í búningsherbergi liðsins eftir leik, þaðan var farið upp á hótel og fundað, en menn eru enn skelkaðir eftir skellinn. „Þögnin var aðallega í klefanum í gær. Svo tókum við fund þegar við komum upp á hótel, hvað við getum gert. Eins og ég segi, maður er enn hálf skelkaður eftir þetta. En við verðum bara að rífa okkur í gang, þú getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp og það ætlum við að reyna á morgun.“ Klippa: Bjarki Már svekktur eftir tapið gegn Ungverjum Bjarki var svo spurður hvað honum fyndist vandamálið vera sem héldi liðinu aftur, hann sagði það ekki eitt heldur allt. „Mér finnst þetta vera bara alls staðar, við erum ekki að nýta færin, tæknifeilar, varnarlega getum við gert betur. Ég held að það sé jákvætt að því leytinu til, þetta þarf bara að smella og þá kemur. Alls ekki búið að vera gott hingað til og vonandi breytist það á morgun“ Íslenska liðið er komið til Kölnar og mætir Þýskalandi í fyrsta leik milliriðilsins á morgun. Þjóðverjarnir eru þekkt stærð en Bjarki telur Ísland eiga góðan möguleika. „Þetta eru leikmenn sem maður þekkir vel. Með einn á miðjunni sem ræður för, Juri Knorr, sterkan markmann og heilt yfir gott lið en lið sem við eigum góðan möguleika gegn. “ Að lokum var Bjarki spurður hvernig hugarfar leikmanna væri fyrir leik. „Bara veit það ekki, get ekki svarað því núna“ sagði hann að lokum, spenntur fyrir því að sanna styrk liðsins í átökum morgundagsins. Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Maður er svona hálf tómur ennþá að reyna að melta þetta afþví það fór það margt úrskeiðis. Eins og alltaf á þessum stórmótum er lítill tími að velta fyrir sér hlutunum. Nú er bara nýr leikstaður, ný tækifæri, við þurfum að stilla saman strengi og ná saman einum góðum leik svona til að byrja með.“ Hann sagði ærandi þögn hafa verið í búningsherbergi liðsins eftir leik, þaðan var farið upp á hótel og fundað, en menn eru enn skelkaðir eftir skellinn. „Þögnin var aðallega í klefanum í gær. Svo tókum við fund þegar við komum upp á hótel, hvað við getum gert. Eins og ég segi, maður er enn hálf skelkaður eftir þetta. En við verðum bara að rífa okkur í gang, þú getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp og það ætlum við að reyna á morgun.“ Klippa: Bjarki Már svekktur eftir tapið gegn Ungverjum Bjarki var svo spurður hvað honum fyndist vandamálið vera sem héldi liðinu aftur, hann sagði það ekki eitt heldur allt. „Mér finnst þetta vera bara alls staðar, við erum ekki að nýta færin, tæknifeilar, varnarlega getum við gert betur. Ég held að það sé jákvætt að því leytinu til, þetta þarf bara að smella og þá kemur. Alls ekki búið að vera gott hingað til og vonandi breytist það á morgun“ Íslenska liðið er komið til Kölnar og mætir Þýskalandi í fyrsta leik milliriðilsins á morgun. Þjóðverjarnir eru þekkt stærð en Bjarki telur Ísland eiga góðan möguleika. „Þetta eru leikmenn sem maður þekkir vel. Með einn á miðjunni sem ræður för, Juri Knorr, sterkan markmann og heilt yfir gott lið en lið sem við eigum góðan möguleika gegn. “ Að lokum var Bjarki spurður hvernig hugarfar leikmanna væri fyrir leik. „Bara veit það ekki, get ekki svarað því núna“ sagði hann að lokum, spenntur fyrir því að sanna styrk liðsins í átökum morgundagsins. Næsti leikur, fyrsti leikurinn í milliriðli, fer fram á morgun gegn Þýskalandi. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Íþróttadeild Sýnar er í Köln og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist leiknum í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira