Besta lið Evrópu betlaði pening: Pínlegasta augnablikið á ævinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 12:30 Jamina Caroline Roberts í leik með sænska landsliðinu í bronsleik HM. Getty/ Clicks Images Kvennalið Vipers hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta undanfarin þrjú ár en norska félagið þurfti að grípa til örþrifaráða til að forðast gjaldþrot. Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport) Norski handboltinn Noregur Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Leikmenn liðsins voru beðnir um það á mánudaginn að hringja út til fyrirtækja í nágrenninu og biðja um peningastuðning svo bjarga mætti fjárhag félagsins. Staðan er mjög slæm og velgengni síðustu ára hefur greinilega kostað sitt. Einn þeirra leikmanna sem þurfti að betla pening var sænska súperstjarnan Jamina Caroline Roberts sem hefur verið valin besti leikmaður norsku deildarinnar undanfarin tvö ár. Viljum allar hjálpa „Fyrsta símtalið var pínlegasta augnablikið á ævinni,“ sagði Roberts í viðtali við norska ríkisútvarpið. „Þetta er sorgleg staða en við viljum allar hjálpa,“ sagði hin 31 ára gamla Roberts. „Ég kveið virkilega fyrir þessum símtölum,“ sagði liðsfélagi hennar Marta Tomac sem hefur spilað fyrir Þóri Hergeirsson hjá norska landsliðinu. „Ég er ekki hrifin af því að hringja í fólk og biðja um pening. Mér finnst það ekki vera svalt en það er mikilvægt að hjálpa klúbbnum þrátt fyrir að þurfa að fara langt út fyrir þægindarammann sinn,“ sagði Tomac. Án félags eftir nokkra mánuði „Ég sagði við fólkið að ef allir í Noregi gæfu okkur eina krónu þá gætum við safnað þessum fimm milljónum sem við þurfum. Það eru ekki allir tilbúnir að gefa pening en við erum að reyna að ná sem mestu inn. Við gætum nefnilega í versta falli verið án félags eftir nokkra mánuði,“ sagði Roberts. Meðal þess sem gerir Vipers liðinu erfitt fyrir er slæm staða norsku krónunnar gagnvart evrunni. Liðið er á fullu í Meistaradeildinni og þar er allt borgað út í evrum. Vipers er frá Kristiansand í suður Noregi. Liðið hefur unnið Noregsmeistaratitilinn síðustu sex ár og að auki sex bikarmeistaratitla á sama tíma. Liðið vann líka Meistaradeildina undanfarin þrjú tímabil og hefur því verið besta kvennalið Evrópu í langan tíma. Félagið þarf að skera niður um fimm milljónir norskra króna sem jafngildir tæplega 66 milljónum íslenskra króna. View this post on Instagram A post shared by SVT Sport (@svtsport)
Norski handboltinn Noregur Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira