„Góður leikur í dag gæti sprengt þetta allt upp“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 10:00 Snorri Steinn Guðjónsson hefur reynt að efla trú leikmanna eftir tapið slæma gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM „Núna er það mitt að rífa drengina í gang og fá menn til að trúa á þetta aftur. Finna það að það er eitthvað þarna sem við þurfum bara aðeins að losa um,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fyrir leikinn við Þýskaland á EM í kvöld. Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Vonbrigðin voru mikil hjá íslenska liðinu eftir tapið slæma gegn Ungverjum á þriðjudaginn. Hópurinn ferðaðist frá München til Kölnar í gær og hefur vonandi hrist af sér svekkelsið í leiðinni því fram undan er afar erfið viðureign við heimamenn, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. „Ég er ekki að breyta of mikið út af vananum. Ég fer bara mínar leiðir og reyni að vera trúr sjálfum mér. Finna geimplan sem ég hef trú á og matreiða það ofan í drengina. Auðvitað vantar upp á frammistöðu. Við eigum fullt inni og það er fullt af gaurum sem eiga eitthvað inni. Það er mitt að vekja þá og kveikja á því,“ segir Snorri. Upphafsstaðan í milliriðli 1. Spilaðir verða þrír leikir í dag og á Ísland lokaleikinn, við Þýskaland. „Ég finn að þetta er að koma hjá mér eftir þungan sólahring, og ég hef bullandi trú á að við getum snúið við blaðinu. Það eru möguleikar í stöðunni og góður leikur [í dag] gæti sprengt þetta allt upp,“ segir Snorri en bæði Ísland og Þýskaland koma stigalaus inn í milliriðil 1. Klippa: Snorri vongóður um að stíflan bresti í dag „Verður sturluð stemning“ Aðspurður hvort hann ætli að breyta leikplani liðsins í ljósi þess hvernig fór gegn Ungverjum segir Snorri: „Auðvitað eru alltaf einhverjar áherslubreytingar á milli leikja en þegar það er dagur á milli leikja, og engin æfing, þá ertu ekkert að umturna geimplaninu sem þú ert búinn að þróa. Ég trúi því að við getum bara gert hlutina betur. Við eigum að geta gert helling af hlutum betur. Um það snúast fundirnir og tíminn fram að leik – að finna út hvað við getum gert betur.“ Ljóst er að Íslendingar verða í miklum minnihluta í kvöld gegn á að giska 20 þúsund Þjóðverjum, í hinni glæsilegu Lanxess-höll, og Snorri er spenntur fyrir kvöldinu. „Þeir sem hafa spilað við Þjóðverja á þeirra heimavelli vita að það er bara geggjað. Það verður sturluð stemning og forréttindi að fá að spila við þá. Auðvitað verður það erfitt, og margt sem við þurfum að glíma við. Auðvitað greinum við það en þetta snýst mikið núna um að gera okkar hluti betur, og losa um þessa stíflu sem ég held að sé þarna. Þá held ég að við séum bara í fínum málum.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31 „Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02 „Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31 Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Alfreð Gíslason ætlar að syngja báða þjóðsöngvana Áhuginn á Alfreð Gíslasyni, landsliðsþjálfara Þýskalands, og þýska liðinu er magnaður. Það var heldur betur fjölmennt á fjölmiðlafundi hans í Lanxess-höllinni í gær. Það var her manna að elta kóng handboltans í landinu. 18. janúar 2024 08:31
„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. 18. janúar 2024 08:02
„Getur annað hvort lagst niður eða reynt að rísa upp“ Bjarki Már Elíasson, hornamaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, sagði liðið hafa svekkt sig mikið á tapinu gegn Ungverjum í gær. Hann kvaðst þó bjartsýnn fyrir leikinn á morgun og telur liðið geta stillt saman strengi sína. 17. janúar 2024 22:31