Austurrískur sigur skellur fyrir Íslendinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2024 16:10 Mykola Bilyk skoraði sigurmark Austurríkis gegn Ungverjalandi. getty/Lars Baron Austurríki vann Ungverjaland, 29-30, í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu í handbolta. Úrslitin eru slæm fyrir Ísland í baráttunni um að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Mykola Bylik var hetja Austurríkismanna en hann skoraði tvö síðustu mörk þeirra, þar á meðal síðasta mark leiksins þegar um fjörutíu sekúndur voru eftir. Ungverjar fengu eina sókn til viðbótar og voru manni fleiri í henni en komu ekki skoti á markið. Bilyk skoraði átta mörk fyrir austurríska liðið sem er komið með þrjú stig í milliriðli 1. Það eru ekkert sérstaklega góðar fréttir fyrir Íslendinga sem eru í baráttu við Austurríkismenn, Hollendinga og Portúgali um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Tvö af fjórum þessara liða fara væntanlega í hana. Ungverjaland, sem vann Ísland á þriðjudaginn, byrjaði leik dagsins betur og komst mest fjórum mörkum yfir. En Austurríki vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og jafnaði fyrir hálfleik, 17-17. Seinni hálfleikurinn var æsispennandi en nær alltaf munaði einu marki á liðunum. Bilyk kom Austurríkismönnum í 28-29 þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi en Gergö Fazekas jafnaði í 29-29 og fiskaði Lukas Herburger af velli. Bilyk skoraði hins vegar næsta mark leiksins og kom Austurríki yfir, 29-30. Fimmmenningarnir í austurrísku vörninni stóðu svo vaktina í lokasókn Ungverjalands vel og Austurríki fagnaði sigrinum. Hutecek og Robert Weber skoruðu sex mörk hvor fyrir Austurríki og Constantin Möstl varði ellefu skot í markinu (31 prósent). Bence Bánhidi, Gábor Ancsin, Miklós Rosta og Máté Lékai skoruðu fjögur mörk hver fyrir Ungverjaland sem er með tvö stig í milliriðli 1. EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Sjá meira
Mykola Bylik var hetja Austurríkismanna en hann skoraði tvö síðustu mörk þeirra, þar á meðal síðasta mark leiksins þegar um fjörutíu sekúndur voru eftir. Ungverjar fengu eina sókn til viðbótar og voru manni fleiri í henni en komu ekki skoti á markið. Bilyk skoraði átta mörk fyrir austurríska liðið sem er komið með þrjú stig í milliriðli 1. Það eru ekkert sérstaklega góðar fréttir fyrir Íslendinga sem eru í baráttu við Austurríkismenn, Hollendinga og Portúgali um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Tvö af fjórum þessara liða fara væntanlega í hana. Ungverjaland, sem vann Ísland á þriðjudaginn, byrjaði leik dagsins betur og komst mest fjórum mörkum yfir. En Austurríki vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og jafnaði fyrir hálfleik, 17-17. Seinni hálfleikurinn var æsispennandi en nær alltaf munaði einu marki á liðunum. Bilyk kom Austurríkismönnum í 28-29 þegar hann skoraði úr hraðaupphlaupi en Gergö Fazekas jafnaði í 29-29 og fiskaði Lukas Herburger af velli. Bilyk skoraði hins vegar næsta mark leiksins og kom Austurríki yfir, 29-30. Fimmmenningarnir í austurrísku vörninni stóðu svo vaktina í lokasókn Ungverjalands vel og Austurríki fagnaði sigrinum. Hutecek og Robert Weber skoruðu sex mörk hvor fyrir Austurríki og Constantin Möstl varði ellefu skot í markinu (31 prósent). Bence Bánhidi, Gábor Ancsin, Miklós Rosta og Máté Lékai skoruðu fjögur mörk hver fyrir Ungverjaland sem er með tvö stig í milliriðli 1.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Sjá meira