Gefur Snorra sem leitaði í grunninn feitan plús: „Gamla góða Ísland“ Aron Guðmundsson skrifar 19. janúar 2024 08:00 Snorri Steinn Guðjónsson bauð upp á áherslubreytingar í leik íslenska liðsins í leiknum gegn Þjóðverjum í gær. Leitað var í grunninn og er Snorra Steini hrósað fyrir það. VÍSIR/VILHELM Ísland mátti þola tveggja marka tap, 26-24, gegn Þjóðverjum í fyrstu umferð milliriðla EM í handbolta í gærkvöldi. Léleg færanýting kom í bakið á Strákunum okkar sem sýndu þó miklar framfarir og íslensku geðveikina sem hafði vantað upp á fram að þessu. Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Leikur Þýskalands og Íslands var krufinn til mergjar í hlaðvarsþættinum Besta sætið. Þar sem að Aron Guðmundsson fékk til sín sérfræðingana Einar Jónsson, þjálfara FRAM og Bjarna Fritzson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta. Íslenska landsliðið mætti til leiks gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli eftir þungt tap gegn Ungverjum en í krefjandi aðstæðum stigu Strákarnir okkar upp. Fín frammistaða í mörgum þáttum en staðreyndin hins vegar tveggja marka tap og dýrkeypt mistök áttu sér stað í sóknarleik liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson hlaut hins vegar mikið lof hjá sérfræðingum Besta sætisins fyrir upplegg sitt og djarfar ákvarðanir í aðdraganda leiks og á meðan á leik liðanna stóð í gærkvöldi. „Munurinn á liðinu núna, í fyrsta leik í milliriðli, og frá því í riðlakeppninni er bara himinn og haf,“ sagði Einar Jónsson aðspurður um sína skoðun á frammistöðu Strákanna okkar gegn Þjóðverjum. „Það er allt annað að sjá þetta. Andinn í liðinu góður, menn slepptu af sér beislinu og mættu til leiks. Maður sá það á spilamennsku liðsins að leikmenn voru að njóta þess að spila, höfðu gaman af því að spila.“ Sneri hann sér því næst að ákvörðunum Snorra Steins, sem er á sínu fyrsta stórmóti sem landsliðsþjálfari Íslands. „Þær breytingar sem Snorri Steinn gerir fyrir þennan leik, áherslubreytingarnar sem hann kemur með. Ég ætla að gefa honum feitan plús fyrir þær. Hann fer bara aftur í grunninn. Mér fannst hann bara fara í gamla boltann. Þann sem íslenska landsliðið hefur verið að spila undanfarin ár. Það sem hefur gengið vel. Hann fór aftur í týpíska taktík sem liðið hefur verið að spila. Taktík sem hefur gengið vel en jafnframt taktík sem Snorri Steinn hefur ekki verið að leita í fram að þessu. Mér finnst það geggjað hjá honum að hafa sjálfstraust í að fara einhvern veginn til baka. Allir leikmenn liðsins þekkja þetta upplegg. Við vorum farnir að spila leikkerfi á borð við Barca og Kaíró aftur, taka löngu klippinguna og það var miklu betra flæði út úr fyrstu árásunum.“ Góðar áherslubreytingar áttu einnig við um varnarleik liðsins. „Mér fannst Snorri þar líka hafa farið í Gumma Gumm varnarleikinn. Við vorum ógeðslega agressífir. Hann hendir Ými Erni, sem hafði ekki spilað mikið í riðlakeppninni, þarna inn. Við sáum það bara á fyrstu fimm vörnum liðsins að Ýmir kom þarna inn og slátraði þeim. Ég sá bara gamla góða Ísland. Vel þjálfað, vel stýrt. Bara flott. Auðvitað er hundleiðinlegt að klúðra öllum þesssum færum úr horninu og vítunum. Kannski er standardinn hjá manni bara orðinn svona lágur. En ég heillaðist.“ Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira