„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2024 10:00 Janus Daði Smárason fékk að spila meira og stóð sig mjög vel. Vísir/Vilhelm Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. „Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Þetta var langbesta frammistaða liðsins í þessu móti og bara lengi. Mér finnst við geta gengið mjög stoltir frá þessum leik þótt að við höfum ekki unnið,“ sagði Rúnar Sigtryggsson í samtali við Aron Guðmundsson. „Þetta er kannski það sem allir, sem eru að fylgjast með, voru að búast við að sjá frá landsliðinu. Það er alveg klárt mál að fyrir framan tuttugu þúsund áhorfendur þá er brekka. Mér fannst við standast þetta mjög vel,“ sagði Rúnar. Fyllir mann bjartsýni „Það eru enn þá þrír leikir eftir og þetta fyllir mann bjartsýni,“ sagði Rúnar en hvað fannst honum vera jákvæðast við leik íslenska liðsins í gær? „Ef við byrjum bara á Viktori Gísla (Hallgrímssyni) í markinu þá var hann jafnoki Wolfs í markinu hinum megin. Frábært að sjá hann halda markvörslu upp á næstum 35 prósent í svona mikilvægum leik,“ sagði Rúnar. „Vörnin var góð og mér fannst gaman að fylgjast með einvígi Ýmis (Gíslasonar) og Juris Knorr. Þeir spila í sama liði og það var greinilegt að Juri Knorr vissu hvaða gæðablóð Ýmir er. Hann var svolítið hræddur við hann,“ sagði Rúnar. „Einnig þegar Elvar (Örn Jónsson) spilaði á móti Kai Häfner þá komst hann lítið áfram. Vörnin var góð og það var mikill andi í þessu,“ sagði Rúnar. Janus þurfti meiri spilatíma „Ég held að Janus Daði (Smárason) hafi þurft að fá meiri spilatíma og hann fékk hann í þessum leik. Hann sýndi alveg að hann er traustsins verður. Þessi þættir standa upp úr,“ sagði Rúnar. „Það var gaman að sjá það þótt að það hafi ekki allt gengið upp, að menn voru að skjóta á markið utan af velli. Það voru ógnanir úr flestum stöðum þótt kannski allt hafi ekki gengið upp,“ sagði Rúnar en greindi hann einhverja áherslubreytingu á uppleggi liðsins í sókninni. Viljugri og ákveðnari „Við vorum minna að reyna að fara í gegnumbrotin og vorum frekar að búa til stöðuna einn á móti einum eða að skjóta fram hjá mönnunum eða sækja í glufurnar. Við vorum viljugri og ákveðnari í að sækja á markið. Það var mjög gott,“ sagði Rúnar. „Boltinn gekk vel og boltinn gengur vel út í hornin. Því miður erum við ekki að skora úr þessum færum. Við erum að spila yfir tíu sinnum í leiknum vel upp á hornamennina og við fáum bara út úr því fimm mörk. Það vegur mjög þungt,“ sagði Rúnar. Það má heyra hér fyrir ofan allt sem Rúnar hafði að segja sem og umræðu Einars Jónssonar og Bjartan Frtizsonar um frammistöðu íslenska liðsins. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita