Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Keflavík 93-123 | Keflvíkingar í undanúrslit eftir stórsigur Pétur Guðmundsson skrifar 21. janúar 2024 21:10 Halldór Garðar Hermansson var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Leið þessara liða í þennan leik var svipuð, bæði lið búin að leggja lið úr 1. deild og fara í gegnum spennuleik. Höttur hafði lagt 1. deildarlið Snæfells sannfærandi og Hamar í spennuleik. Á meðan hafði Keflavík lagt granna sína úr Njarðvík í 32-liða úrslitum í algjörum naglbít og 1. deildarlið Selfoss örugglega. Leikurinn í kvöld byrjaði ansi hraður og bæði lið skiptust á að skora. Leikurinn stoppaði lítið og ekki mikið flautað til að byrja með. Staðan 19-19 þegar 2 mínútur voru eftir í 1. leikhluta og má segja að þar skildu liðin. Höttur voru duglegir að gefa frá sér boltann og Keflavík með 50 prósent skotnýtingu úr þriggja stiga skotum. 21-29 eftir 1. leikhluta. Þessi háttur var á áfram í 2. leikhluta og jókst munurinn jafnt og þétt. Höttur henti frá sér boltanum og Keflavík keyrði upp hraðann og setti þriggja stiga skotin. Með góðu kafla undir rétt fyrir hálfleik tókst Keflavík að breyta stöðunni úr 32-49 í 36-54 og leiddu sannfærandi inn í hálfleikinn. Það sama var uppi á teningnum í 3. leikhluta og bilið milli liðanna jókst bara. Hattarmenn létu mótlætið fara í taugarnar á sér og söfnuðu tæknivillum fyrir tuð og pirring. Á tímabili voru þeir að fá á sig tvæ villur í hverri vörn. Staðan 67-91 eftir þrjá leikhluta. Það var svo meira af því sama í fjórða leikhluta og fengu minni spámenn fullt af mínútum til að sanna sig þar sem sigurvegari leiksins var löngu orðin ljós, einungis átti eftir að finna lokastöðuna. Niðurstaðan varð 30 stiga sigur Keflavíkur, lokatölur 93-123 og gestirnir úr Keflavík á leið í Laugardalshöllina þar sem undanúrslitin fara fram. Jafnt og gott framlag frá öllum í Keflavík sem lét boltann ganga og náðu átta leikmenn að skora yfir 10 stig. Stigahæstur varð Jaka Brodnik með 19 stig og liðið endaði með 51 prósent þriggja stiga nýtingu. Hjá Hetti var það Adam Ásgeirsson sem endaði með 20 stig „Liðsheildin sem skóp þennan sigur“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn „Það var liðsheildin sem skapaði þennan sigur. Þeir hittu á slæman dag og við á góðan,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur að leik loknum. Spurður út í hvort Keflavíkur-hraðlestin væri komin aftur sagði Pétur: „Hún kom allavega brunandi hingað.“ Á Pétur sér óskamótherja í undanúrslitum: „Það er eins og að velja milli þess hvort þú vilt deyja með byssum hníf eða eitri. Öll lið hafa sinn eigin leikstíl og það þarf að tækla það sem kemur. Væri gaman að fá Álftanes bara, langt síðan við höfum spilað við þá.“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði ekki mikið að segja eftir leik. „Það var eins og þeir hafi lesið leikplanið hjá okkur í Moggann í gær. Það gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þeir áttu sigurinn bara miklu meira skilið.“ VÍS-bikarinn Höttur Keflavík ÍF
Leið þessara liða í þennan leik var svipuð, bæði lið búin að leggja lið úr 1. deild og fara í gegnum spennuleik. Höttur hafði lagt 1. deildarlið Snæfells sannfærandi og Hamar í spennuleik. Á meðan hafði Keflavík lagt granna sína úr Njarðvík í 32-liða úrslitum í algjörum naglbít og 1. deildarlið Selfoss örugglega. Leikurinn í kvöld byrjaði ansi hraður og bæði lið skiptust á að skora. Leikurinn stoppaði lítið og ekki mikið flautað til að byrja með. Staðan 19-19 þegar 2 mínútur voru eftir í 1. leikhluta og má segja að þar skildu liðin. Höttur voru duglegir að gefa frá sér boltann og Keflavík með 50 prósent skotnýtingu úr þriggja stiga skotum. 21-29 eftir 1. leikhluta. Þessi háttur var á áfram í 2. leikhluta og jókst munurinn jafnt og þétt. Höttur henti frá sér boltanum og Keflavík keyrði upp hraðann og setti þriggja stiga skotin. Með góðu kafla undir rétt fyrir hálfleik tókst Keflavík að breyta stöðunni úr 32-49 í 36-54 og leiddu sannfærandi inn í hálfleikinn. Það sama var uppi á teningnum í 3. leikhluta og bilið milli liðanna jókst bara. Hattarmenn létu mótlætið fara í taugarnar á sér og söfnuðu tæknivillum fyrir tuð og pirring. Á tímabili voru þeir að fá á sig tvæ villur í hverri vörn. Staðan 67-91 eftir þrjá leikhluta. Það var svo meira af því sama í fjórða leikhluta og fengu minni spámenn fullt af mínútum til að sanna sig þar sem sigurvegari leiksins var löngu orðin ljós, einungis átti eftir að finna lokastöðuna. Niðurstaðan varð 30 stiga sigur Keflavíkur, lokatölur 93-123 og gestirnir úr Keflavík á leið í Laugardalshöllina þar sem undanúrslitin fara fram. Jafnt og gott framlag frá öllum í Keflavík sem lét boltann ganga og náðu átta leikmenn að skora yfir 10 stig. Stigahæstur varð Jaka Brodnik með 19 stig og liðið endaði með 51 prósent þriggja stiga nýtingu. Hjá Hetti var það Adam Ásgeirsson sem endaði með 20 stig „Liðsheildin sem skóp þennan sigur“ Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn „Það var liðsheildin sem skapaði þennan sigur. Þeir hittu á slæman dag og við á góðan,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur að leik loknum. Spurður út í hvort Keflavíkur-hraðlestin væri komin aftur sagði Pétur: „Hún kom allavega brunandi hingað.“ Á Pétur sér óskamótherja í undanúrslitum: „Það er eins og að velja milli þess hvort þú vilt deyja með byssum hníf eða eitri. Öll lið hafa sinn eigin leikstíl og það þarf að tækla það sem kemur. Væri gaman að fá Álftanes bara, langt síðan við höfum spilað við þá.“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði ekki mikið að segja eftir leik. „Það var eins og þeir hafi lesið leikplanið hjá okkur í Moggann í gær. Það gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þeir áttu sigurinn bara miklu meira skilið.“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum