„Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 22:01 Viggó Kristjánsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln. VÍSIR/VILHELM Landsliðsmaðurinn Viggó Kristjánsson segist loksins hafa séð „íslenska geðveiki“ í strákunum okkar í gærkvöld þegar þeir mættu Þýskalandi á EM í handbolta. Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Ljóst er að Ísland þarf á sams konar eða betri leik að halda á morgun þegar liðið mætir Frakklandi klukkan 14.30 að íslenskum tíma. Þjóðverjar enduðu á að vinna leikinn í gær afar naumlega, eftir afskaplega vafasama lokasókn sína, og eflaust tók það einhvern tíma fyrir leikmenn Íslands að jafna sig. „Það er mjög svekkjandi að ná ekki að klára þetta í gær því við spiluðum heilt yfir vel í sextíu mínútur. Það er okkur sjálfum að kenna að ná ekki í eitt stig eða tvö. Það er ágætt þegar þetta liggur í manns eigin höndum. Ef ég tala fyrir sjálfan mig… ef ég hefði bara nýtt þessi tvö víti sem ég klikkaði á í gær þá hefðum við fengið stig eða jafnvel tvö. Ég verð bara að taka ábyrgð á því. Það er betra að lifa með því en að við hefðum spilað illa,“ segir Viggó. Viggó Kristjánsson vill að sjálfsögðu að vítanýtingin skáni hjá íslenska liðinu, og var óánægður með sjálfan sig á vítalínunni í gær.VÍSIR/VILHELM „Augljóslega eitthvað vandamál“ Viggó var spurður frekar út í slæma vítanýtingu Íslands, sem er sú versta á mótinu, og hvað útskýrði hana. „Það er erfitt að segja. Ég held að heilt yfir séu Ómar, ég og Bjarki góðar vítaskyttur. En ég held að þetta sé ekki fyrsti leikurinn þar sem við klúðrum fjórum vítum, þannig að það er augljóslega eitthvað vandamál. En hvað er hægt að gera? Ég veit það ekki. Við þurfum kannski að fara með enn svalari haus í vítin, og vera enn kærulausari. Ég held að það gæti virkað vel,“ segir Viggó. Klippa: Viggó vill meiri íslenska geðveiki Fannst hann sjá „íslenska geðveiki“ Íslenska liðið er enn stigalaust eftir tvo leiki af fimm sem gilda í milliriðlinum. „Mér fannst við fá kjaftshögg gegn Ungverjum, ekki spurning, en mér fannst ég sjá alvöru metnað og anda hjá liðinu í gær. Ég held að það sé eitthvað sem við höfum saknað sem lið. Ég er ánægður með að við sýndum það í gær, alvöru baráttuvilja, og svo voru líka bara framfaraskref á okkar leik. Ef við höldum því áfram þá er ég bara bjartsýnn á þá þrjá leiki sem eftir eru í milliriðlinum,“ segir Viggó. En hvað skýrir muninn á liðinu í gær miðað við fyrstu leikina þrjá, þar sem liðið var talsvert frá sínu besta? „Kannski höfum við haldið að við séum orðnir of góðir, ég veit það ekki. Við fórum inn í leikinn í gær sem smá „underdog“ og það virðist oft hjálpa okkur. En við vitum allir að við erum frábærir handboltamenn, engin spurning. Þetta var samt í fyrsta sinn sem mér fannst ég sjá svona „íslenska geðveiki“, og ég held að við vitum allir að ef að íslenska landsliðið á að ná árangri þá þarf hún að vera til staðar. Loksins kom það í gær.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita