Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2024 15:35 Julian Köster skömmu áður en hann skoraði sigurmark Þjóðverja gegn Íslendingum. Hann tók að minnsta kosti fjögur skref áður en hann skaut á markið. getty/Tom Weller Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Julian Köster skoraði 26. og síðasta mark Þjóðverja og gulltryggði sigur þeirra skömmu fyrir leikslok. Íslendingar voru ósáttir við að markið hafi fengið að standa enda hafi það verið ólöglegt. Þýskaland vann leikinn, 26-24, og fékk þar með sín fyrstu stig í milliriðli 1. Kristján Gaukur Kristjánsson, formaður dómaranefndar HSÍ, segir að sigurmark Þjóðverja hafi verið kolólöglegt og dómarar leiksins, hinir umdeildu Slave Nikolov og Gjorgji Nachevski frá Norður-Makedóníu, hefðu átt að dæma það af. „Þetta eru tvö brot, tveir tæknifeilar fyrir framan nefið á dómaranum sem sér það ekki. Ég sem eftirlitsmaður hefði gefið mikinn mínus fyrir það,“ sagði Kristján í samtali við Vísi. Hann segir að fyrst hafi verið um tvígrip á Juri Knorr að ræða og svo skref á Köster. „Það er augljóst að hann fær boltann, dripplar af stað, grípur hann, dettur og þá fer boltinn í jörðina og hann grípur hann aftur. Það er klárt tvígrip. Það er beint fyrir framan dómarann,“ sagði Kristján. „Síðan gefur hann á þann sem fær boltann og skorar og hann spólar að lágmarki fjögur skref, jafnvel fimm. Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref. Það er alveg á hreinu.“ Vafasamir dómarar Þeir Nikolov og Nachevski voru bendlaðir við hagræðingu úrslita í heimildamynd TV 2, Grunsamlegur leikur, á síðasta ári. Annað dómarapar, Matija Gubica og Boris Milosevic frá Króatíu, fékk ekki að dæma á EM en þeir voru einnig bendlaðir við hagræðingu úrslita í myndinni. Nikolov og Nachevski hafa lengi verið í fremstu röð evrópskra dómara. Faðir Nachevskis, Dragan, var til langs tíma formaður dómaranefndar EHF, Evrópska handknattleikssambandsins, en var dæmdur í tveggja ára bann frá íþróttinni fyrir að tilkynna ekki að hann hafi verið beðinn um að hagræða úrslitum leikja. TV 2 notaði tálbeitu, leikara sem þóttist vera kínverskur kaupsýslumaðurinn herra Zhang, til að grípa Nachevski í glóðvolgan. Þeir hittust á EM 2020 þar sem herra Zhang viðraði þann möguleika við Nachevski að hann gæti hjálpað honum að hagræða úrslitum. Nachevski hafnaði boði herra Zhangs en tilkynnti ekki um það og var þess vegna dæmdur í bann. Nachevski sagðist ekki hafa sagt EHF frá fundinum með herra Zhang því hann hafi óttast um öryggi sitt. Nafn þeirra Nachevskis og Nikolovs var í skýrslu SportRadar sem TV 2 komst yfir þar sem í ljós kom að úrslitum í 26 leikjum frá september 2016 til nóvember 2017 hafi verið hagrætt. Þeir Nachevski og Nikolov voru á meðal dómara á þeim leikjum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira