„Þá endar þetta á fallegum stað“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2024 07:31 Björgvin Páll Gústavsson er hérna til að spila, á EM í Þýskalandi. Hann fór illa með vítaskyttu Þjóðverja, Juri Knorr, í fyrrakvöld. VÍSIR/VILHELM „Það venst voðalega illa að tapa landsleik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmarkvörður sem hefur fulla trú á því að Ísland geti unnið Frakkland á EM í handbolta í dag. Íslenska liðið átti sinn besta leik á mótinu til þessa gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld en varð að lokum að sætta sig við naumt tap. „Þetta var góður leikur, að mestu leyti. Við spiluðum fantagóðan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Við gáfum þeim alvöru leik, fyrir framan fullt hús Þjóðverja. Það er ekkert sjálfgefið. Þeim mun sárara er að fara á koddann og vita að smáatriðin klikkuðu,“ sagði Björgvin á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Björgvin segir leikmenn hafa komist út úr skelinni Hvaða skilaboð sendir Björgvin til yngri leikmanna eftir svona leik? „Ég þykist nú alltaf vera með svörin og vita allt, en ég sagði við þá [í fyrradag] að ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera við þetta. Við erum að gefa allt í þetta. Líf og sál. Og ég veit að ef við höldum svona áfram þá endar þetta á fallegum stað,“ sagði Björgvin, ánægður með það sem íslenska liðið sýndi gegn Þjóðverjum: „Ég held að þetta hafi verið það sem við þurftum, spilamennskulega séð. Við spiluðum gríðarlega vel, flottan handbolta, og tökum það með okkur. Líka það að vera komnir út úr skelinni. Svo eru það gömlu góðu dauðafærin og það er hver og einn að vinna í því. Allir að taka ábyrgð á því hjá sjálfum sér. Auðvitað er það sorglegt að í hvert skipti þá stígur nýr markvörður upp, en það er eðlilegt að klúðra nokkrum skotum á Andi Wolff sem er einn af betri markvörðum heims.“ Leikmenn þurfi allir að taka ábyrgð Slæmt gengi bitnar ekki á liðsandanum hjá strákunum okkar að sögn Björgvins: „Ef það á einhvern tímann vel við að lið vinni saman og tapi saman þá er það hérna. Ég er búinn að vera í þessu liði í dágóðan tíma og þessi kjarni snýst aldrei hver gegn öðrum. Það er aldrei bent á hinn eða þennan, menn benda bara á sjálfan sig. Við þurfum allir að taka ábyrgð, innan vallar og utan, og þá hlýtur þetta að snúast með okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Íslenska liðið átti sinn besta leik á mótinu til þessa gegn Þjóðverjum í fyrrakvöld en varð að lokum að sætta sig við naumt tap. „Þetta var góður leikur, að mestu leyti. Við spiluðum fantagóðan leik bæði varnarlega og sóknarlega. Við gáfum þeim alvöru leik, fyrir framan fullt hús Þjóðverja. Það er ekkert sjálfgefið. Þeim mun sárara er að fara á koddann og vita að smáatriðin klikkuðu,“ sagði Björgvin á hóteli landsliðsins í gær. Klippa: Björgvin segir leikmenn hafa komist út úr skelinni Hvaða skilaboð sendir Björgvin til yngri leikmanna eftir svona leik? „Ég þykist nú alltaf vera með svörin og vita allt, en ég sagði við þá [í fyrradag] að ég veit ekki neitt. Ég veit ekki hvað við eigum að gera við þetta. Við erum að gefa allt í þetta. Líf og sál. Og ég veit að ef við höldum svona áfram þá endar þetta á fallegum stað,“ sagði Björgvin, ánægður með það sem íslenska liðið sýndi gegn Þjóðverjum: „Ég held að þetta hafi verið það sem við þurftum, spilamennskulega séð. Við spiluðum gríðarlega vel, flottan handbolta, og tökum það með okkur. Líka það að vera komnir út úr skelinni. Svo eru það gömlu góðu dauðafærin og það er hver og einn að vinna í því. Allir að taka ábyrgð á því hjá sjálfum sér. Auðvitað er það sorglegt að í hvert skipti þá stígur nýr markvörður upp, en það er eðlilegt að klúðra nokkrum skotum á Andi Wolff sem er einn af betri markvörðum heims.“ Leikmenn þurfi allir að taka ábyrgð Slæmt gengi bitnar ekki á liðsandanum hjá strákunum okkar að sögn Björgvins: „Ef það á einhvern tímann vel við að lið vinni saman og tapi saman þá er það hérna. Ég er búinn að vera í þessu liði í dágóðan tíma og þessi kjarni snýst aldrei hver gegn öðrum. Það er aldrei bent á hinn eða þennan, menn benda bara á sjálfan sig. Við þurfum allir að taka ábyrgð, innan vallar og utan, og þá hlýtur þetta að snúast með okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35 Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Í beinni: Keflavík - Stjarnan | Allra síðasti séns Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Sjá meira
Sigurmark Þjóðverja kolólöglegt: „Í fyrsta lagi er augljóst tvígrip og svo skref“ Síðasta mark Þýskalands gegn Íslandi í leik liðanna á Evrópumótinu í gær var kolólöglegt. Dómarar leiksins höfðu tvær ástæður til að dæma boltann af Þjóðverjum. 19. janúar 2024 15:35
Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. 19. janúar 2024 15:01
EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00