Léttir fyrir Óðinn: „Sem betur fer fór hann inn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. janúar 2024 16:41 Óðinn Þór Ríkharðsson nýtti tækifærið sitt vel í dag. Vísir/Vilhelm „Mér líður ekki vel,“ voru fyrstu orð Óðins Þórs Ríkharðssonar, leikmanns íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sjö marka tap gegn Frökkum á EM í dag, 32-39. „Mér líður ekki vel. Við töpuðum og það er bara orðið langt síðan við unnum síðast leik. Við þurfum að vinna næsta leik og rífa okkur í gang,“ sagði Óðin Þór að leikslokum. Hann segir liðinu þó ekki hafa skort trú á verkefninu. „Nei nei. Þeir eru bara þungir og sterkir og við vorum ekki að ráða við þá í vörninni. Þetta var ekkert flóknara en það. Þeir voru bara góðir sóknarlega.“ „Í dag var þetta ekki nógu gott og eins og ég segi þá voru þeir öflugir í sókn og við þá örugglega lélegir í vörn.“ Eftir tvo slæma leiki í röð skilaði Óðinn virkilega góðri frammistöðu í leik dagsins þrátt fyrir að það hafi ekki skilað liðinu sigri. Hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum, þar af eitt glæsimark í fyrri hálfleik. „Auðvitað er þetta mikill léttir fyrir mig, en ef ég hefði gert þetta í síðasta leik þá hefðum við unnið þann leik. Þannig þetta gefur ekki neitt meira en það.“ Þá segir Óðinn ekkert sérstakt hafa farið í gegnum hausinn á sér þegar hann ákvað að skjóta fyrir aftan bak í markinu sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Hann segir að sem betur fer hafi boltinn endað í netinu, því annars hefði hann mögulega fengið hárblásarann frá Snorra Steini, þjálfara liðsins. „Ekki neitt, sem betur fer. Það hefði ekki verið gott ef ég hefði klúðrað þessu.“ „Þetta var ósjálfrátt og sem betur fer fór hann inn.“ Klippa: Viðtal við Óðinn eftir Frakkaleik á EM 2024 Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 16:28 „Töpuðum fyrir betra liði í dag“ „Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Þeir voru sterkari, sérstaklega sóknarlega,“ sagði línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson eftir tap Íslands gegn Frakklandi í milliriðli EM karla í handbolta. 20. janúar 2024 16:18 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 39-32 | Ólympíumeistararnir of stór biti fyrir strákana okkar Ólympíumeistarar Frakklands voru of stór biti fyrir strákana okkar í öðrum leik liðanna í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 39-32 og íslenska liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. 20. janúar 2024 16:05 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Mér líður ekki vel. Við töpuðum og það er bara orðið langt síðan við unnum síðast leik. Við þurfum að vinna næsta leik og rífa okkur í gang,“ sagði Óðin Þór að leikslokum. Hann segir liðinu þó ekki hafa skort trú á verkefninu. „Nei nei. Þeir eru bara þungir og sterkir og við vorum ekki að ráða við þá í vörninni. Þetta var ekkert flóknara en það. Þeir voru bara góðir sóknarlega.“ „Í dag var þetta ekki nógu gott og eins og ég segi þá voru þeir öflugir í sókn og við þá örugglega lélegir í vörn.“ Eftir tvo slæma leiki í röð skilaði Óðinn virkilega góðri frammistöðu í leik dagsins þrátt fyrir að það hafi ekki skilað liðinu sigri. Hann skoraði sex mörk úr jafn mörgum skotum, þar af eitt glæsimark í fyrri hálfleik. „Auðvitað er þetta mikill léttir fyrir mig, en ef ég hefði gert þetta í síðasta leik þá hefðum við unnið þann leik. Þannig þetta gefur ekki neitt meira en það.“ Þá segir Óðinn ekkert sérstakt hafa farið í gegnum hausinn á sér þegar hann ákvað að skjóta fyrir aftan bak í markinu sem má sjá í fréttinni hér fyrir ofan. Hann segir að sem betur fer hafi boltinn endað í netinu, því annars hefði hann mögulega fengið hárblásarann frá Snorra Steini, þjálfara liðsins. „Ekki neitt, sem betur fer. Það hefði ekki verið gott ef ég hefði klúðrað þessu.“ „Þetta var ósjálfrátt og sem betur fer fór hann inn.“ Klippa: Viðtal við Óðinn eftir Frakkaleik á EM 2024
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 16:28 „Töpuðum fyrir betra liði í dag“ „Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Þeir voru sterkari, sérstaklega sóknarlega,“ sagði línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson eftir tap Íslands gegn Frakklandi í milliriðli EM karla í handbolta. 20. janúar 2024 16:18 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 39-32 | Ólympíumeistararnir of stór biti fyrir strákana okkar Ólympíumeistarar Frakklands voru of stór biti fyrir strákana okkar í öðrum leik liðanna í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 39-32 og íslenska liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. 20. janúar 2024 16:05 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Náum ekki að framkvæma neitt af því sem við ætluðum að gera“ Landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var eðlilega súr og svekktur eftir tap Íslands gegn Frakklandi á EM í handbolta í dag. 20. janúar 2024 16:28
„Töpuðum fyrir betra liði í dag“ „Við töpuðum bara fyrir betra liði í dag. Þeir voru sterkari, sérstaklega sóknarlega,“ sagði línumaðurinn Elliði Snær Viðarsson eftir tap Íslands gegn Frakklandi í milliriðli EM karla í handbolta. 20. janúar 2024 16:18
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 39-32 | Ólympíumeistararnir of stór biti fyrir strákana okkar Ólympíumeistarar Frakklands voru of stór biti fyrir strákana okkar í öðrum leik liðanna í milliriðli á EM karla í handbolta. Lokatölur 39-32 og íslenska liðið hefur nú tapað þremur leikjum í röð. 20. janúar 2024 16:05
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita