Þórsarar áfram í toppslagnum eftir sigur gegn Breiðablik Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 20:06 Allee og Wnkr mættust í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Þór mættu Breiðabliki í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn var spilaður á Inferno og hófu Þór leika í vörn. Blikar byrjuðu leikinn með betri fætinum og sigruðu skammbyssulotuna eftir frábæra frammistöðu Viruzar. Leikurinn var þó fljótur að snúast í þeirra höndum, en Þórsarar sigruðu sex lotur í röð, staðan þá 6-1. Blikar leyfðu þeim rauðu þó ekki að stinga af og sigruðu tvær næstu lotur, 6-3. Þór héldu þó haus fram að hálfleik og sigruðu allar loturnar sem eftir voru. Staðan í hálfleik: Þór 9-3 Breiðablik Blikar byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri og sigruðu skammbyssulotuna. Þórsarar áttu þó stutt í mark og reyndist það þeim lítil þolraun að ljúka leiknum. Sigurlotur Blika urðu ekki fleiri og Þór stóðu eftir með sigurinn. Lokatölur: Þór 13-4 Breiðablik Breiðablik er áfram í miðjuslag deildarinnar með 14 stig en Þór fylgja hælum NOCCO Dusty og eru jafnir þeim með 24 stig, en Dusty sigraði sinn leik fyrr í kvöld. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Leikurinn var spilaður á Inferno og hófu Þór leika í vörn. Blikar byrjuðu leikinn með betri fætinum og sigruðu skammbyssulotuna eftir frábæra frammistöðu Viruzar. Leikurinn var þó fljótur að snúast í þeirra höndum, en Þórsarar sigruðu sex lotur í röð, staðan þá 6-1. Blikar leyfðu þeim rauðu þó ekki að stinga af og sigruðu tvær næstu lotur, 6-3. Þór héldu þó haus fram að hálfleik og sigruðu allar loturnar sem eftir voru. Staðan í hálfleik: Þór 9-3 Breiðablik Blikar byrjuðu seinni hálfleik líkt og þann fyrri og sigruðu skammbyssulotuna. Þórsarar áttu þó stutt í mark og reyndist það þeim lítil þolraun að ljúka leiknum. Sigurlotur Blika urðu ekki fleiri og Þór stóðu eftir með sigurinn. Lokatölur: Þór 13-4 Breiðablik Breiðablik er áfram í miðjuslag deildarinnar með 14 stig en Þór fylgja hælum NOCCO Dusty og eru jafnir þeim með 24 stig, en Dusty sigraði sinn leik fyrr í kvöld.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Real vann í mögnuðum El Clásico Fótbolti Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Enski boltinn Matty Cash afgreiddi City Enski boltinn Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Nýtt fjölnota íþróttahús KR muni kosta rúma þrjá milljarða Sport Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira