NOCCO Dusty vann góðan endurkomusigur gegn FH á öðrum Ofurleugardegi tímabilsins í gær þar sem heil umferð fór fram. FH-ingar unnu fyrstu sex lotur viðureignarinnar, en Dusty snéri taflinu við og vann að lokum 13-8 sigur.
Það var einmitt eftir þessa 6-0 byrjun FH sem RavlE sýndi bestu tilþrif gærkvöldsins. Hann var þá einn á móti fjórum meðlimum FH, en í staðinn fyrir að reyna að berjast í gegnum andstæðinga sína ákvað RavlE einfaldlega að fela sig.
RavlE kom sér fyrir hjá sprengjunni og sleppti reyksprengju við lappirnar á sér. FH-ingar náðu ekki að finna RavlE sem aftengdi sprengjuna óáreyttur og hóf endurkomuna fyrir Dusty.