Geta afrekað það í dag sem íslenska landsliðið hefur aldrei náð áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2024 12:30 Róbert Gunnarsson skorar eitt af fimm mörkum sínum í jafntefli á móti Króatíu á EM 2010. Getty/Lars Ronbog Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Króatíu í dag í tíunda skiptið á stórmóti í handbolta en fyrsti sigurinn á móti Króötum á þó enn eftir að vinnast. Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira
Króatía hefur unnið átta af níu leikjum þjóðanna á stórmótum í gegnum tíðina og sá níundi endað með jafntefli. Þetta er eina þjóðin sem Ísland hefur mætt oftar en fimm sinnum á stórmótum en hefur enn ekki náð að vinna. Eina jafnteflið á móti Króatíu kom á EM 2010 í Austurríki en á því Evrópumóti vann íslenska landsliðið bronsverðlaun. Í þessum jafnteflisleik fyrir fjórtán árum síðan skoraði Róbert Gunnarsson jöfnunarmarkið á lokamínútunni eftir stoðsendingu frá núverandi aðstoðarþjálfara íslenska liðsins, Arnóri Atlasyni. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari liðsins í dag, skoraði sex mörk úr átta skotum í leiknum þar af mark úr öllum fjórum vítaköstum sínum. Íslenska liðið náði fjögurra marka forskoti í upphafi seinni hálfleiks og var 23-21 yfir þegar sjö mínútur voru eftir. Króatar skoruðu þá þrjú mörk í röð og náði frumkvæðinu en íslenska liðið náði að jafna og Björgvin Páll Gústavsson varði síðan lokaskot Króatanna. Björgvin Páll og Aron Pálmarsson (2 mörk) voru þeir einu í liðinu í dag sem léku þennan leik í Vín mánudaginn 25. janúar 2010. Snorri Steinn Guðjónsson verður fimmti landsliðsþjálfarinn til að reyna að vinna Króatíu en Guðmundi Guðmundssyni (6 leikir), Viggó Sigurðssyni (1), Aroni Kristjánssyni (1) og Geir Sveinssyni (1) tókst það ekki á sínum tíma. Það munaði ekki miklu í síðasta leik þjóðanna en Króatar unnu með einu marki, 23-22, á síðasta Evrópumóti en sá leikur fór fram í milliriðli í Búdapest í janúar 2022. Íslensku strákarnir unnu þá upp fimm marka forskot Króata (14-19) og komust yfir í 22-21 þegar fimm mínútur voru eftir. Króatar skoruðu hins vegar einu mörkin sem voru skoruð á síðustu fimm mínútunum og 40 sekúndunum. Króatíska liðið vann því nauma eins marks sigur en sigurmarkið kom tólf sekúndum fyrir leikslok. Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
Fæstir sigurleikir á móti þjóðum sem við höfum mætt fimm sinnum eða oftar: Króatía 0 sigrar í 9 leikjum Tékkóslóvakía 1 sigur í 7 leikjum Þýskaland 2 sigrar í 9 leikjum Suður-Kórea 2 sigrar í 6 leikjum Spánn 2 sigrar í 15 leikjum Egyptaland 3 sigrar í 5 leikjum Sviss 3 sigrar í 5 leikjum Júgóslavía 3 sigrar í 7 leikjum Slóvenía 3 sigrar í 9 leikjum Svíþjóð 3 sigrar í 16 leikjum
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Sjá meira