Aron Pálmarsson: „Við erum allir helvítis egóistar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. janúar 2024 17:12 Aron Pálmarsson átti frábæran leik og skoraði 6 mörk. VÍSIR/VILHELM Aron Pálmarsson spilaði vel og skoraði sex mörk í 35-30 sigri Íslands á Króatíu. Hann var að vonum sáttur með fyrsta sigur sem Ísland hefur unnið gegn Króatíu á stórmóti. „Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
„Heldur betur. Búið að vera erfitt og ég er hrikalega stoltur af liðinu, hvernig við svöruðum í dag. Við erum á níunda lífinu í þessu móti og eins gott að við notfærðum okkur það. Fannst við gera vel í dag.“ Íslenska liðið byrjaði leikinn illa, lenti snemma fjórum mörkum undir. Var án tveggja lykilmanna, Janusar Daða og Ómars Inga sem voru frá vegna veikinda. Þeir misstu svo tvo lykilmenn til viðbótar af velli þegar Ýmir Örn fékk rautt spjald og Gísli Þorgeir fór meiddur af velli. „Já, þegar þú segir þetta svona. Maður einhvern veginn pælir ekki í því, auðvitað tók maður eftir því að við náðum okkur ekkert á flug í vörninni. En við vorum bara staðráðnir í því að ná í sigur þannig að það var eiginlega ekkert sem truflaði mann. Vantaði tvo máttarstólpa en við erum með mikla breidd og sýndum það í dag.“ Íslenska liðið sýndi sína bestu frammistöðu hingað til á mótinu í seinni hálfleiknum í dag. „Vorum bara drullu 'cocky' sóknarlega, létum boltann ganga, fannst við alltaf vera með svör. Við tókum frumkvæðið og létum þá ekki stýra okkur.“ Hornamenn liðsins, Bjarki Már og Óðinn Þór, áttu frábæran leik í dag en hingað til hefur þeim ekki tekist að sýna sínar sterkustu hliðar. Aron sagði fyrri frammistöður ekki hafa nein áhrif á hugarfar leikmanna. „Við erum allir helvítis egóistar, erum allir hissa þegar við klikkum skotum, það er alltaf bara næsta skot. Þessir leikmenn væru ekki á þeim stað sem þeir eru í dag ef þeir væru eitthvað litlir.“ Aaron Palmarsson is leading his country, being Iceland's top scorer 🇮🇸💪#ehfeuro2024 #heretoplay @HSI_Iceland pic.twitter.com/05dzAylySh— EHF EURO (@EHFEURO) January 22, 2024 Aron sagði liðið ekki hafa getað skilið við mótið án þess að sækja sigur. „Maður gat ekki skilið við þennan leik án þess að skilja allt eftir á parketinu. Það er búið að henda í okkur fullt af aukalífum og maður var á síðasta séns. Þannig að maður náði í eitthvað auka, náði að mótivera mig vel og fannst aðrir gera það líka.“ Ísland þurfti nauðsynlega að vinna í dag til að eiga möguleika á sæti í undankeppni Ólympíuleikana. Nú þarf liðið að treysta á önnur úrslit, vona að Austurríki tapi fyrir Frakklandi næst, svo þarf Ísland að vinna Austurríki og vona að Ungverjaland tapi ekki báðum leikjum sínum gegn Þýskalandi og Frakklandi. „Við reynum bara að ná okkur, hugsum um okkur og vonum að allt fari eftir bókinni“ sagði Aron að lokum. Klippa: Viðtal við Aron Viðtalið allt við Aron má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira