Skýrsla Henrys: Gömlu kempurnar héldu draumnum á lífi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2024 19:26 Aron og Bjarki Már fagna sigrinum sæta í dag. vísir/vilhelm Þetta verður ekki mikið íslenskara. Þegar allir, og afi þeirra líka, eru búnir að afskrifa strákana okkar sparka þeir fast frá sér. Sögulegur sigur á Króatíu heldur ÓL-draumnum á lífi. Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Fréttirnar fyrir leik voru ekki beint uppörvandi. Ómar Ingi og Janus Daði ekki með vegna veikinda. Svo byrjaði leikurinn og það stóð ekki steinn yfir steini í varnarleik íslenska liðsins. Króatarnir fengu endalaus frí skot og það stefndi í alvöru martröð. Ekki bætti úr skák að Ýmir Örn lét reka sig af velli fyrir heimskulegt brot eftir um tíu mínútna leik. Bjöggi kom í búrið, vörnin þéttist aðeins og Króatarnir fóru að klaufast. Ísland var aðeins þremur mörkum undir í hálfleik og allt galopið. Síðari hálfleikur verður svo lengi í minnum hafður. Vörnin frábær og Króatarnir fundu á löngum stundum nákvæmlega engin svör og töpuðu hverjum boltanum á fætur öðrum. Fyrir aftan vörnina var Björgvin Páll í gamla, góða gírnum og varði allt. Ef það væru forsetakosningar á morgun þá væri Bjöggi að flytja á Bessastaði. Það komu stundir þar sem Króatar önduðu í hálsmálið á okkar mönnum en í stað þess að brotna, eins og svo oft áður, stóðu strákarnir í lappirnar og rúlluðu yfir Króatana. Fyrsti sigurinn á Króatíu á stórmóti. Loksins búið að brjóta þennan múr. Halelúja! Aron Pálmarsson átti mergjaðan leik. Skoraði frábær mörk, dró vagninn oft á tíðum og var sterkur í vörn. Þess utan reif hann félaga sína með sér og sýndi alvöru leiðtogahæfileika. Glæsileg frammistaða. Það var alltaf vitað að Björgvin Páll myndi eiga að minnsta kosti einn stórleik á mótinu og blessunarlega kom hann í dag. Reynsluboltarnir voru okkar bestu menn. Þeir ætlar sér aftur á Ólympíuleikana. Óðinn Þór heldur áfram að blómstra, eftir að hann losnaði við fjötrana, og það er alltaf skemmtun að horfa á þann töframann spila handbolta. Bjarki Már sýndi mikinn karakter með því að rífa sig í gang eftir að hafa klúðrað þrem skotum í röð. Svo er það Haukur Þrastarson. Sá hefur minnt svakalega á sig í síðustu leikjum. Óhræddur, áræðinn og stútfullur af gæðum. Hvar var hann framan af móti? Þjálfararnir setja að sjálfsögðu upp sitt plan fyrir mót. Standa svo og falla með því. Þeir veðjuðu á plan án Hauks framan af og miðað við frammistöðu hans í síðustu leikjum lítur það plan hrikalega illa út núna. Vinkonurnar ef og hefði og allt það. Nú er að vona að strákarnir standi í lappirnar í lokaleik milliriðilsins gegn Austurríki og tryggi sér sæti í forkeppni ÓL. Það væri mikil sárabót á móti sem hefur í heildina verið mikil vonbrigði.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira