Nær fullkominn hálfleikur bjargaði mögulega Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 13:31 Strákarnir okkar fagna eftir sigurinn í gær. Vísir/Vilhelm Það var nóg af flottum tölum hjá strákunum okkar í seinni hálfleik í sögulegum sigri liðsins á Evrópumótinu í handbolta í gær. Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira
Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Sjá meira