Króatar kæmust í Ólympíuumspilið með því að tapa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 10:01 Domagoj Duvnjak og félagar í króatíska landsliðinu eru væntanlega á leiðinni í umspilið fyrir Ólympíuleikana í París þrátt fyrir slakt gengi á EM. Getty/Marvin Ibo Guengoer Króatar gætu hjálpað Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í þýska landsliðinu og um leið hjálpað sér sjálfum. Króatar tryggja sér sæti í umspili Ólympíuleikanna með því að tapa lokaleiknum sínum á móti Þýskalandi. Það er ekki oft sem lið græða á því að tapa leik en svo gæti farið í þessu tilfelli. Tapi Króatar leiknum þá tryggja Þjóðverjar sér um leið sæti í undanúrslitunum. Þetta eru því eiginlega bestu úrslitin fyrir bæði lið. Þess ber þó að geta að leikur Króatíu og Þýskalands er síðasti leikur morgundagsins, og því mögulegt að Þjóðverjar verði þegar komnir inn í undanúrslit ef Ísland vinnur Austurríki og Frakkland vinnur Ungverjaland. Hér má sjá hvaða þjóðir komust í Ólympíuumspilið á síðasta heimsmeistaramóti. Frakkland og Danmörk eru komin beint á ÓL en næstu sex þjóðir eru öruggar í umspilið. Ef einhver þessara þjóða fær sæti á leikunum sem Evrópumeistari þá detta Króatarnir inn í umspilið.Wikipedia Eftir sigurinn á Ungverjum í gær eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar einum sigri frá undanúrslitunum. Þeir eru í keppni um síðasta sætið við Ungverja og Austurríkismenn. Þýskaland er stigi á undan og því með málin í sínum höndum en hinar þjóðirnar þurfa að treyst á hjálp frá Króötum. En hvernig stendur á því að Króatar gætu grætt á því að tapa þessum lokaleik? Ástæðan er sú að þeir er eru næstir inn í umspilssæti fyrir Ólympíuleikana, út frá árangri á síðasta heimsmeistaramóti. Það er einn öruggur farseðill á ÓL í boði á EM, fyrir Evrópumeistarana (eða næsta lið á eftir Danmörku og Frakklandi sem eru þegar komin inn á ÓL). Austurríki er eina liðið sem enn getur náð þessum farseðli á ÓL, sem ekki er þegar komið inn á ÓL eða í ÓL-umspilið. Það vilja Króatar ekki að gerist því að þeir eru næstir inn í ÓL-umspilið út frá árangri á síðasta HM, og fá það sæti ef að lið sem var komið inn í umspilið (Svíþjóð, Þýskaland eða Ungverjaland) kemst beint á ÓL í gegnum EM. Eftir standa síðan tvö laus sæti í umspilið hjá þeim þjóðum sem eru ekki þegar komnar í umspilið eða á ÓL. Íslenska landsliðið dreymir um annað þeirra sæta. EM 2024 í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Króatar tryggja sér sæti í umspili Ólympíuleikanna með því að tapa lokaleiknum sínum á móti Þýskalandi. Það er ekki oft sem lið græða á því að tapa leik en svo gæti farið í þessu tilfelli. Tapi Króatar leiknum þá tryggja Þjóðverjar sér um leið sæti í undanúrslitunum. Þetta eru því eiginlega bestu úrslitin fyrir bæði lið. Þess ber þó að geta að leikur Króatíu og Þýskalands er síðasti leikur morgundagsins, og því mögulegt að Þjóðverjar verði þegar komnir inn í undanúrslit ef Ísland vinnur Austurríki og Frakkland vinnur Ungverjaland. Hér má sjá hvaða þjóðir komust í Ólympíuumspilið á síðasta heimsmeistaramóti. Frakkland og Danmörk eru komin beint á ÓL en næstu sex þjóðir eru öruggar í umspilið. Ef einhver þessara þjóða fær sæti á leikunum sem Evrópumeistari þá detta Króatarnir inn í umspilið.Wikipedia Eftir sigurinn á Ungverjum í gær eru lærisveinar Alfreðs Gíslasonar einum sigri frá undanúrslitunum. Þeir eru í keppni um síðasta sætið við Ungverja og Austurríkismenn. Þýskaland er stigi á undan og því með málin í sínum höndum en hinar þjóðirnar þurfa að treyst á hjálp frá Króötum. En hvernig stendur á því að Króatar gætu grætt á því að tapa þessum lokaleik? Ástæðan er sú að þeir er eru næstir inn í umspilssæti fyrir Ólympíuleikana, út frá árangri á síðasta heimsmeistaramóti. Það er einn öruggur farseðill á ÓL í boði á EM, fyrir Evrópumeistarana (eða næsta lið á eftir Danmörku og Frakklandi sem eru þegar komin inn á ÓL). Austurríki er eina liðið sem enn getur náð þessum farseðli á ÓL, sem ekki er þegar komið inn á ÓL eða í ÓL-umspilið. Það vilja Króatar ekki að gerist því að þeir eru næstir inn í ÓL-umspilið út frá árangri á síðasta HM, og fá það sæti ef að lið sem var komið inn í umspilið (Svíþjóð, Þýskaland eða Ungverjaland) kemst beint á ÓL í gegnum EM. Eftir standa síðan tvö laus sæti í umspilið hjá þeim þjóðum sem eru ekki þegar komnar í umspilið eða á ÓL. Íslenska landsliðið dreymir um annað þeirra sæta.
EM 2024 í handbolta Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita