Hve stóran sigur þarf Ísland og hjálpar Holland til í dag? Sindri Sverrisson skrifar 23. janúar 2024 12:27 Strákarnir okkar eru í snúinni stöðu og vita ekki hversu stóran sigur þeir þurfa gegn Austurríki. VÍSIR/VILHELM Úrslitin á EM í gær gefa íslenska karlalandsliðinu í handbolta von um að komast á Ólympíuleikana í París í sumar. En þarf liðið núna bara sigur gegn Austurríki, til að komast í undankeppni ÓL, eða þarf fimm marka sigur? Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Eitt er á hreinu. Það myndi hjálpa Íslandi ef að Portúgal tapaði gegn Hollandi í dag, í milliriðli 2. Öruggast væri svo að Ísland ynni fimm marka sigur á morgun, og fimmtán marka sigur gæti skilað Íslandi þeim frábæra árangri að spila um 5. sæti á EM. En það er líka möguleiki á því að eins marks sigur á morgun dugi Íslandi, til að komast í undankeppni ÓL eins og markmiðið hefur alltaf verið. Liðið mun alltaf þurfa sigur. Ef einhver er strax orðinn ruglaður þá biðst ég afsökunar. Lokaumferðin og staðan í milliriðli 1.Vísir EM gefur tvö sæti í undankeppni ÓL og eitt sæti á ÓL Á EM eru sem sagt í boði tveir farseðlar inn í undankeppni Ólympíuleikanna. Liðin sem urðu í efstu átta sætunum á síðasta HM (Danmörk, Frakkland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Egyptaland og Ungverjaland) eru komin inn í undankeppni ÓL, eða á leikana sjálfa, og því ekki að berjast um þessa farseðla. Sigurvegari EM fær svo farseðil beint á ÓL. Heimsmeistarar Danmerkur og gestgjafar Frakklands eru komnir inn á ÓL, svo að ef þau lið spila til úrslita á EM fær liðið í 3. sæti farseðil á ÓL. Barátta við Austurríki, Portúgal og kannski Slóveníu Ísland er í baráttu við Austurríki í milliriðli 1, og við Portúgal í milliriðli 2, um farseðlana tvo í undankeppni ÓL. Slóvenía er hluti af þessari baráttu ef svo ólíklega fer að Egyptar verði ekki Afríkumeistarar um helgina (því þá taka Egyptar sæti í undankeppni ÓL en ekki Slóvenar sem urðu í 10. sæti á HM). Með sigri gegn Austurríki tryggir Ísland að liðin í undanúrslitum EM séu öll komin inn á ÓL eða í undankeppni ÓL, og þá fengi Króatía sæti í undankeppni ÓL eftir að hafa náð 9. sæti á síðasta HM. Þar með myndu Króatar ekki græða á tapi gegn Þýskalandi annað kvöld, til að fleyta Þýskalandi upp fyrir Austurríki, eins og sumir hafa óttast. Af hverju fimm marka sigur? Til að Ísland sé öruggt um að enda fyrir ofan Austurríki þarf liðið fimm marka sigur á morgun. Það er vegna þess að ef Ungverjar tapa svo um kvöldið gegn Frökkum þá verða Ísland, Austurríki og Ungverjaland öll jöfn með 4 stig, í 3.-5. sæti milliriðils 1. Í því tilfelli ráða innbyrðis úrslit úr leikjum þessara þriggja liða lokastöðunni. Ísland tapaði með átta mörkum gegn Ungverjum sem töpuðu með einu marki fyrir Austurríki. Fyrir leikinn á morgun er markatala Íslands í þessum trekanti því -8, Austurríkis +1 og Ungverjalands +7. Til að komast upp fyrir Austurríki þyrfti Ísland því í þessu tilviki +5 marka sigur, en til að fara upp fyrir Ungverjaland og í 3. sæti riðilsins þyrfti Ísland 15 marka sigur (og treysta á sigur Frakka gegn Ungverjum) og þá myndi liðið spila um 5. sæti á mótinu. Ef að Ísland vinnur Austurríki með 1-4 marka mun þarf liðið því að treysta á að Ungverjar nái í stig gegn Frökkum síðar um daginn. Þá myndu aðeins úrslitin í leik Íslands og Austurríkis ráða því hvort liðanna endar ofar, í 4. sæti milliriðilsins. Gætu losnað við að treysta á Egypta Ef Ísland nær 4. sæti síns milliriðils er mögulegt að liðið endi með betri árangur en liðið í 4. sæti milliriðils 2 (Slóveníu eða Portúgal), og þar með ofar í lokaröðun mótsins sem ræður því hvaða lið fara í undankeppni ÓL. Staðan fyrir lokaumferðina í dag í milliriðli 2. Ef liðið í 4. sæti endar með 4 stig getur Ísland endað með betri árangur en það lið, og þar með ofar í lokaröðun EM, sem hjálpar liðinu að fá sæti í undankeppni ÓL.Vísir Til þess að þetta sé mögulegt þarf Slóvenía og/eða Portúgal að tapa í dag, og Ísland mögulega að vinna Austurríki með aðeins meira en einu marki. Takist þetta þarf Ísland ekki lengur að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar um helgina. En ef Ísland endar fyrir ofan Austurríki í sínum milliriðli, en með lakari árangur en bæði Slóvenía og Portúgal í milliriðli 2, þarf Ísland að treysta á að Egyptar verði Afríkumeistarar. Möguleikarnir verða því skýrari eftir leiki dagsins en aðalatriðið er hvernig fer á morgun og Íslendingar gætu þá þurft að bíða friðlausir eftir úrslitum fram á kvöld. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira