Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 07:30 Viggó Kristjánsson er búinn að standa sig vel á Evrópumótinu en fram undan er afar mikilvægur lokaleikur við Austurríki. VÍSIR/VILHELM Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. Á síðasta Evrópumóti, 2022, smituðust leikmenn landsliðsins hver á fætur öðrum af kórónuveirunni og þurfti ítrekað að kalla inn nýja menn í hópinn. Í gærmorgun, þegar Viggó mætti í viðtal á hóteli landsliðsins, voru fjórir liðsfélagar hans mjög veikir, þeir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánsson. „Maður er kominn með eitthvað smá í hálsinn en ekkert alvarlegt. Þetta er farið að minna ógnvænlega mikið á Búdapest fyrir tveimur árum. Við þurfum að halda okkur frískum og klára þetta [í dag],“ sagði Viggó. „Við getum ekki kvartað yfir þreytu gegn Austurríki. Þeir eru búnir að spila á mikið færri mönnum allt mótið en við. Við höfum náð að rúlla þessu nokkuð vel og eigum að vera ferskari en þeir,“ sagði Viggó og bætti við að sigurinn á Króatíu gerði ekki annað en að efla leikmenn til dáða. Klippa: Viggó vill fimm marka sigur í dag Ísland vann Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM en Austurríki hefur spilað frábærlega á EM og aðeins tapað einu sinni, gegn Frökkum í fyrrakvöld. „Þetta lið hefur komið mest á óvart, engin spurning. Þeir hafa spilað ótrúlega vel á mótinu. Búnir að stilla upp mjög sterkri vörn og hafa verið klókir í sókninni, þar sem þeir spila svolítið 7 á 6 líka. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu [í fyrradag]. Það er ekki hægt að vanmeta þá, og líka vitandi það að við þurfum líklegast að vinna með fimm eða fleiri marka mun. Við þurfum toppleik og þá er ég bjartsýnn á að við náum að vinna með fimm,“ sagði Viggó en til að Ísland þurfi ekki hjálp Ungverja við að enda ofar en Austurríki, sem er mikilvægt upp á sæti í undankeppni Ólympíuleika, þá þarf Ísland fimm marka sigur. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira
Á síðasta Evrópumóti, 2022, smituðust leikmenn landsliðsins hver á fætur öðrum af kórónuveirunni og þurfti ítrekað að kalla inn nýja menn í hópinn. Í gærmorgun, þegar Viggó mætti í viðtal á hóteli landsliðsins, voru fjórir liðsfélagar hans mjög veikir, þeir Ómar Ingi Magnússon, Janus Daði Smárason, Óðinn Þór Ríkharðsson og Kristján Örn Kristjánsson. „Maður er kominn með eitthvað smá í hálsinn en ekkert alvarlegt. Þetta er farið að minna ógnvænlega mikið á Búdapest fyrir tveimur árum. Við þurfum að halda okkur frískum og klára þetta [í dag],“ sagði Viggó. „Við getum ekki kvartað yfir þreytu gegn Austurríki. Þeir eru búnir að spila á mikið færri mönnum allt mótið en við. Við höfum náð að rúlla þessu nokkuð vel og eigum að vera ferskari en þeir,“ sagði Viggó og bætti við að sigurinn á Króatíu gerði ekki annað en að efla leikmenn til dáða. Klippa: Viggó vill fimm marka sigur í dag Ísland vann Austurríki í tveimur vináttulandsleikjum fyrir EM en Austurríki hefur spilað frábærlega á EM og aðeins tapað einu sinni, gegn Frökkum í fyrrakvöld. „Þetta lið hefur komið mest á óvart, engin spurning. Þeir hafa spilað ótrúlega vel á mótinu. Búnir að stilla upp mjög sterkri vörn og hafa verið klókir í sókninni, þar sem þeir spila svolítið 7 á 6 líka. Þeir töpuðu sínum fyrsta leik á mótinu [í fyrradag]. Það er ekki hægt að vanmeta þá, og líka vitandi það að við þurfum líklegast að vinna með fimm eða fleiri marka mun. Við þurfum toppleik og þá er ég bjartsýnn á að við náum að vinna með fimm,“ sagði Viggó en til að Ísland þurfi ekki hjálp Ungverja við að enda ofar en Austurríki, sem er mikilvægt upp á sæti í undankeppni Ólympíuleika, þá þarf Ísland fimm marka sigur. Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Sjá meira