Bjarki með skilaboð til Sérsveitarinnar: „Erum gríðarlega þakklátir“ Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2024 10:01 Bjarki Már Elísson og félagar fögnuðu innilega eftir sigurinn gegn Króötum. Vonandi fagna þeir einnig eftir leikinn við Austurríki í dag. VÍSIR/VILHELM Bjarki Már Elísson stóð vel fyrir sínu í sigrinum góða á Króatíu, á EM í handbolta í fyrradag, og var þakklátur Sérsveitinni fyrir góðan stuðning. Nú er komið að ögurstundu hjá íslenska liðinu. Ljóst er að Ísland verður að vinna Austurríki í dag, helst með fimm marka mun, og takist það segir Bjarki menn geta gengið sátta frá mótinu, þó að rýna þurfi í hvernig liðið mætti til leiks á mótinu. „Bítur ekkert á Árbæinginn“ Ísland gæti þurft að spjara sig án nokkurra sterkra leikmanna í dag. Ljóst er að Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki með vegna meiðsla, og Ýmir Örn Gíslason tekur út leikbann. Í gærmorgun voru fjórir leikmenn liðsins auk þess veikir, þeir Ómar Ingi, Janus Daði, Kristján Örn og Óðinn Þór. „Það koma alltaf upp einhver veikindi en vonandi verða þau ekki fleiri. Við megum ekki við fleiri forföllum. En það bítur ekkert á Árbæinginn,“ sagði Bjarki, sem ólst upp í Árbæ, léttur í gærmorgun. Austurríkismenn hafa komið liða mest á óvart á EM en Íslandi gekk vel gegn þeim í vináttulandsleikjum fyrir mótið. „Við unnum þá nokkuð sannfærandi í þessum tveimur leikjum en samt var maður með þá tilfinningu að við ættum helling inni. En þeir eru hættir að koma á óvart. Þeir eru bara drulluöflugir, með gott skipulag og gera lítið af mistökum. Það er valinn maður í hverju rúmi en þeir spila dálítið mikið á sama liðinu þannig að vonandi getum við nýtt okkur það með því að keyra á þá,“ segir Bjarki. Klippa: Bjarki þakklátur fyrir stuðninginn Tókst með hjálp Sérsveitarinnar Sigurinn góði á Króötum í fyrradag ætti að gefa mönnum gott sjálfstraust og Bjarki var sérstaklega ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Þar fór fremst í flokki Sérsveitin, stuðningsmannasveitin sem fylgt hefur strákunum okkar allan tímann í Þýskalandi. „Þetta var mjög sterkt því við hefðum auðveldlega getað brotnað við allt þetta mótlæti; Ómar og Janus dottnir út, Gísli meiðist og Ýmir fær rautt. Það hefði verið auðvelt að leggjast niður og gefast upp. En við náðum að þétta okkur saman, með hjálp Sérsveitarinnar í stúkunni. Ég vil koma þökkum til þeirra. Við erum gríðarlega þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum hérna. Þannig náðum við að koma til baka og vinna mjög sterkt lið Króata, og gefa okkur smá búst fyrir þennan lokaleik. Þau [í Sérsveitinni] eru alltaf öflug. Það er ekkert sjálfsagt að þau taki sér frí frá vinnu og fylgi okkur hérna í tvær vikur út allt mótið. Við erum gríðarlega þakklátir fyrir það og vonandi getum við gefið þeim annan alvöru leik [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. 24. janúar 2024 09:31 Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. 24. janúar 2024 07:30 Snorri: Óttast dómínó-áhrif og ætlar ekki að reikna „Svona er þetta bara og við vinnum með það sem við höfum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sem bar sig vel í dag þrátt fyrir mikil skakkaföll í íslenska liðinu á EM í handbolta. Hann vill lítið spá í hve stóran sigur Ísland gæti þurft gegn Austurríki á morgun. 23. janúar 2024 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Ljóst er að Ísland verður að vinna Austurríki í dag, helst með fimm marka mun, og takist það segir Bjarki menn geta gengið sátta frá mótinu, þó að rýna þurfi í hvernig liðið mætti til leiks á mótinu. „Bítur ekkert á Árbæinginn“ Ísland gæti þurft að spjara sig án nokkurra sterkra leikmanna í dag. Ljóst er að Gísli Þorgeir Kristjánsson verður ekki með vegna meiðsla, og Ýmir Örn Gíslason tekur út leikbann. Í gærmorgun voru fjórir leikmenn liðsins auk þess veikir, þeir Ómar Ingi, Janus Daði, Kristján Örn og Óðinn Þór. „Það koma alltaf upp einhver veikindi en vonandi verða þau ekki fleiri. Við megum ekki við fleiri forföllum. En það bítur ekkert á Árbæinginn,“ sagði Bjarki, sem ólst upp í Árbæ, léttur í gærmorgun. Austurríkismenn hafa komið liða mest á óvart á EM en Íslandi gekk vel gegn þeim í vináttulandsleikjum fyrir mótið. „Við unnum þá nokkuð sannfærandi í þessum tveimur leikjum en samt var maður með þá tilfinningu að við ættum helling inni. En þeir eru hættir að koma á óvart. Þeir eru bara drulluöflugir, með gott skipulag og gera lítið af mistökum. Það er valinn maður í hverju rúmi en þeir spila dálítið mikið á sama liðinu þannig að vonandi getum við nýtt okkur það með því að keyra á þá,“ segir Bjarki. Klippa: Bjarki þakklátur fyrir stuðninginn Tókst með hjálp Sérsveitarinnar Sigurinn góði á Króötum í fyrradag ætti að gefa mönnum gott sjálfstraust og Bjarki var sérstaklega ánægður með stuðninginn úr stúkunni. Þar fór fremst í flokki Sérsveitin, stuðningsmannasveitin sem fylgt hefur strákunum okkar allan tímann í Þýskalandi. „Þetta var mjög sterkt því við hefðum auðveldlega getað brotnað við allt þetta mótlæti; Ómar og Janus dottnir út, Gísli meiðist og Ýmir fær rautt. Það hefði verið auðvelt að leggjast niður og gefast upp. En við náðum að þétta okkur saman, með hjálp Sérsveitarinnar í stúkunni. Ég vil koma þökkum til þeirra. Við erum gríðarlega þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum hérna. Þannig náðum við að koma til baka og vinna mjög sterkt lið Króata, og gefa okkur smá búst fyrir þennan lokaleik. Þau [í Sérsveitinni] eru alltaf öflug. Það er ekkert sjálfsagt að þau taki sér frí frá vinnu og fylgi okkur hérna í tvær vikur út allt mótið. Við erum gríðarlega þakklátir fyrir það og vonandi getum við gefið þeim annan alvöru leik [í dag].“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Austurríki í dag klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Köln og flytur fréttir af mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. 24. janúar 2024 09:31 Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. 24. janúar 2024 07:30 Snorri: Óttast dómínó-áhrif og ætlar ekki að reikna „Svona er þetta bara og við vinnum með það sem við höfum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sem bar sig vel í dag þrátt fyrir mikil skakkaföll í íslenska liðinu á EM í handbolta. Hann vill lítið spá í hve stóran sigur Ísland gæti þurft gegn Austurríki á morgun. 23. janúar 2024 22:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
„Aron Pálmarsson var stórkostlegur frá A til Ö“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, lék frábærlega í sigrinum á Króatíu, 30-35, í milliriðli á EM í Þýskalandi í fyrradag. Þetta segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. 24. janúar 2024 09:31
Minnir ógnvænlega mikið á Covid-mótið Handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson segir stöðuna á íslenska landsliðshópnum síðustu sólarhringa, vegna veikinda, farna að minna óþægilega mikið á „Covid-mótið“ í Búdapest fyrir tveimur árum. Íslendingar geti þó ekki kvartað og ætli sér að eiga toppleik gegn Austurríki í dag. 24. janúar 2024 07:30
Snorri: Óttast dómínó-áhrif og ætlar ekki að reikna „Svona er þetta bara og við vinnum með það sem við höfum,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari sem bar sig vel í dag þrátt fyrir mikil skakkaföll í íslenska liðinu á EM í handbolta. Hann vill lítið spá í hve stóran sigur Ísland gæti þurft gegn Austurríki á morgun. 23. janúar 2024 22:15