„Sá á öllu fasi hans hvað þetta skipti hann ógeðslega miklu máli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:31 Aron Pálmarsson var mjög svekktur í leiklok þrátt fyrir sigur. Sigurinn var ekki nógu stór og íslenska liðið komst ekki í umspil Ólympíuleikana. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, átti flott fyrirliðamót og leiddi íslenska liðið á Evrópumótinu í handbolta. Aron fékk líka hrós frá strákunum í Besta sætinu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, fóru yfir leikinn gegn Austurríki ásamt Stefáni Árna Pálssyni í Besta sætinu. Þar ræddu þeir meðal annars um það hvernig Aron Pálmarsson kom til leiks á Evrópumótinu í Þýskalandi. „Mér fannst Aron Pálmarsson stíga upp á réttum mómentum. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir leiðtogahæfileika sína, að þeir séu ekki nógu miklir. Mér fannst hann sýna nokkuð mikla leiðtogahæfileika á stórum augnablikum á þessu móti eins og í dag. Bæði í byrjun leiks og svo undir lokin steig hann upp,“ sagði Stefán Árni. „Mér finnst Aron vera búinn að vera frábær á þessu móti og kannski sá sem stendur upp úr í raun og veru. Hann hefur klárlega verið besti leikmaðurinn,“ sagði Einar. „Ég er sammála því ég er búinn að vera ótrúlega ánægður með hann. Holninguna á honum og líka hvernig hann tekur meiri ábyrgð. Hann spilar frábæra vörn og er að taka þessi skot sem menn hafa verið að kalla eftir,“ sagði Bjarni. „Ég vissi ekki hvernig hann myndi koma inn í þetta mót nú þegar hann er kominn heim. Mér fannst hann sýna það að hann eigi nóg eftir,“ sagði Bjarni en Aron kom heim til Íslands í sumar og gekk til liðs við FH í Olís deildinni. „Hann á nóg eftir og hann lítur bara mjög vel út. Hann er núna í fyrsta skiptið í langan tíma að klára mót. Hann er að spila síðasta leik mótsins. Maður sá á svipnum á honum og á öllu fasi hans undir lokin hvað þetta skipti hann alveg ógeðslega miklu máli,“ sagði Einar. „Auðvitað langaði öllum en hann var ógeðslega svekktur og sár. Hann ætlaði sér að tryggja þetta sæti í umspili Ólympíuleikana í þessum leik. Hann gerði allt sitt. Ef ég myndi velja varnarlið mótsins þá væri hann fyrstur á blað hjá mér. Hann er búinn að vera stórkostlegur,“ sagði Einar. „Hann hefur leitt liðið og ég held að við Bjarni séum búnir að sjá hann finna sitt hlutverk. Vonandi verður þetta til þess að hann verði áfram með okkur næstu fimm árin allavega,“ sagði Einar. Stefán Árni hafði smá áhyggjur af því að Aroni hafi ætlað að horfa á Ólympíuleikana sem endastöð. „Það er alls ekki kominn tími á það,“ sagði Stefán Árni. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira