Segir tolla á kínverska rafmagnsbíla nauðsynlega Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2024 15:01 Elon Musk segir kínverska rafmagnsbílaframleiðendur í mun betri samkeppnisstöðu en önnur fyrirtæki í heiminum. AP/Czarek Sokolowski Auðjöfurinn Elon Musk, sem meðal annars á rafmagnsbílaframleiðandann Tesla, samfélagsmiðilinn X (áður Twitter) og geimfyrirtækið SpaceX, segir nauðsynlegt að setja tolla á kínverska rafmagnsbíla. Annars muni kínverskir bílaframleiðendur valta yfir önnur fyrirtæki í heiminum sem framleiða rafmagnsbíla. Þetta sagði Musk í samtali við fjárfesta í Tesla í gær. Hann sagði ástæðu þess að setja þyrfti tolla á kínverska rafmagnsbíla vera að fyrirtækin þar séu í betri samkeppnisstöðu en önnur fyrirtæki í heiminum, samkvæmt frétt CNBC. Sala Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stóðst ekki væntingar greinenda, þó fyrirtækið hafi hagnast töluvert vegna tilfallandi skattaívilnana. Burtséð frá þessum ívilnunum hagnaðist fyrirtækið um 2,49 milljarða dala, sem er 39 prósentum minna en á sama tímabili 2022. Þá vöruðu forsvarsmenn fyrirtækisins við því að draga myndi úr vexti sölu rafmagnsbíla. Sala Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stóðst ekki væntingar greinenda, þó fyrirtækið hafi hagnast töluvert vegna tilfallandi skattaívilnana.AP/Mike Stewart CNBC segir kínverska fyrirtækið BYD hafa selt fleiri rafmagnsbíla en Tesla á fjórða árungi síðasta árs og að fyrirtækið hafi aukið á sölu í Evrópu, Mið-Austurlöndum og í Suðaustur-Asíu. Önnur fyrirtæki eins og Nio og Xpeng eru einnig byrjuð að selja bíla í Evrópu. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að hann hafi ekki heyrt af ummælum Musks. Hann sagði þó hafa þyrfti opið sanngjarnt, réttlátt og opið viðskiptaumhverfi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opinbera styrki yfirvalda í Kína til framleiðenda rafmagnsbíla til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til hærri tolla í Evrópu. Musk hefur unnið að því að lækka verð bíla Tesla til að keppa betur við kínversku fyrirtækin en varaði við því í gær að botninum hefði verið náð í mögulegum verðlækkunum. Þá staðfesti Musk fregnir um að til stæði að framleiða ódýrari og minni Teslur á næsa ári, sem bera nafnið „Redwood“ Tesla Kína Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta sagði Musk í samtali við fjárfesta í Tesla í gær. Hann sagði ástæðu þess að setja þyrfti tolla á kínverska rafmagnsbíla vera að fyrirtækin þar séu í betri samkeppnisstöðu en önnur fyrirtæki í heiminum, samkvæmt frétt CNBC. Sala Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stóðst ekki væntingar greinenda, þó fyrirtækið hafi hagnast töluvert vegna tilfallandi skattaívilnana. Burtséð frá þessum ívilnunum hagnaðist fyrirtækið um 2,49 milljarða dala, sem er 39 prósentum minna en á sama tímabili 2022. Þá vöruðu forsvarsmenn fyrirtækisins við því að draga myndi úr vexti sölu rafmagnsbíla. Sala Tesla á fjórða ársfjórðungi síðasta árs stóðst ekki væntingar greinenda, þó fyrirtækið hafi hagnast töluvert vegna tilfallandi skattaívilnana.AP/Mike Stewart CNBC segir kínverska fyrirtækið BYD hafa selt fleiri rafmagnsbíla en Tesla á fjórða árungi síðasta árs og að fyrirtækið hafi aukið á sölu í Evrópu, Mið-Austurlöndum og í Suðaustur-Asíu. Önnur fyrirtæki eins og Nio og Xpeng eru einnig byrjuð að selja bíla í Evrópu. Reuters hefur eftir talsmanni utanríkisráðuneytis Kína að hann hafi ekki heyrt af ummælum Musks. Hann sagði þó hafa þyrfti opið sanngjarnt, réttlátt og opið viðskiptaumhverfi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur opinbera styrki yfirvalda í Kína til framleiðenda rafmagnsbíla til rannsóknar. Sú rannsókn gæti leitt til hærri tolla í Evrópu. Musk hefur unnið að því að lækka verð bíla Tesla til að keppa betur við kínversku fyrirtækin en varaði við því í gær að botninum hefði verið náð í mögulegum verðlækkunum. Þá staðfesti Musk fregnir um að til stæði að framleiða ódýrari og minni Teslur á næsa ári, sem bera nafnið „Redwood“
Tesla Kína Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira