Endurspila leikinn frá upphafi vegna VAR mistaka Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 12:01 Vítaspyrnan sem Schmeichel varði var dæmd ólögleg, en hefði átt að vera endurtekin. Isosport/MB Media/Getty Images Leikur Anderlecht og Genk í belgísku úrvalsdeildinni verður endurspilaður frá upphafi vegna slæmra mistaka VAR dómara leiksins. Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda. Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Atvikið átti sér stað á 23. mínútu leiksins þegar Kasper Schmeichel, markvörður Anderlecht, varði vítaspyrnu frá Bryan Heynan og Yira Sor skoraði úr frákastinu. Þegar atvikið var endurspilað sást að Yira Sor hafði lagt of snemma af stað og staðið inni í vítateig andstæðinganna þegar spyrnan var tekin. Markið var dæmt ógilt og aukaspyrna dæmt fyrir Anderlecht. Það sem VAR dómaranum yfirsást hins vegar var að tveir leikmenn Anderlecht höfðu líka lagt of snemma af stað og samkvæmt reglum leiksins hefði spyrnan átt að vera endurtekin. Anderlecht vann leikinn að endingu 2-1 með sigurmarki í uppbótartíma. Genk kærði niðurstöðu leiksins til knattspyrnusambands Belgíu, sem dæmdi í þeirra hag og gerði leikinn ógildan. Ný dagsetning verður fundin fyrir leikinn og hann verður endurspilaður frá upphafi. Niðurstaða málsins gæti gefið fordæmi fyrir frekari endurspilanir í öðrum deildum í framtíðinni. Frægt er atvikið orðið sem átti sér stað í leik Tottenham og Liverpool fyrr á þessu tímabili. Liverpool fór þá fram á endurspilun eftir mistök sem leiddu til þess að mark Luis Diaz var dæmt ógilt. Belgíska úrvalsdeildin hefur verið óhrædd við að fara eigin leiðir í slíkum málum. Íslendingaliðið K.A.S. Eupen kláraði til dæmis leik á móti RWD Molenbeek þremur dögum eftir að leikur hófst, en leikurinn var stöðvaður vegna óláta áhorfenda.
Belgíski boltinn Belgía Tengdar fréttir Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31 Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Spila síðustu fimm mínúturnar þremur dögum eftir að leikurinn hófst Íslendingaliðið K.A.S. Eupen klárar leikinn á móti RWD Molenbeek í belgísku deildinni í dag en leikurinn var stöðvaður um helgina vegna óláta áhorfenda. 24. janúar 2024 12:31
Tilfinningaþrunginn Freyr í fyrsta leik sínum í Belgíu Freyr Alexandersson byrjaði þjálfunarferil sinn í Belgíu með látum þegar lið hans KV Kortrijk vann óvæntan 1-0 útisigur á Standard Liege. Nú hefur félag hans birt gríðarlega tilfinningaþrungið myndband frá sigrinum þar sem heyra má hvað Freyr sagði við mannskapinn fyrir leikinn. 22. janúar 2024 23:01