Ryanair til í að kaupa afpantaðar Boeing þotur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. janúar 2024 11:15 Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, er til í nýjar þotur frá Boeing. EPA-EFE/OLIVIER HOSLET Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair segist vera reiðubúið til þess að kaupa Boeing farþegaþotur af gerðinni Max 10 sem afpantaðar hafa verið af bandarískum flugfélögum, á réttu verði. Reuters greinir frá en tilefnið eru fréttir af því að bandaríska flugfélagið United Airlines hyggist hætta við kaup á 277 Max 10 vélum. Vélar af gerðinni Max 9 frá Boeing hafa verið kyrrsettar í Bandaríkjunum eftir að dyr losnuðu á vél Alaska Airlines. Í kjölfarið við skoðun á vélunum hafa fundist skrúfboltar sem herða hefði þurft betur. Þetta hefur fundist í vélum Alaska Airlines og United Airlines. „Við höfum tjáð þeim að ef sum af þessum bandarísku flugfélögum vilja ekki Max 10 vélarnar, að þá muni Ryanair hirða þessar vélar,“ hefur Reuters eftir Michael O'Leary, forstjóra Ryanair. Hann segir að ný vél Boeing verði byltingarkennd fyrir flugiðnaðinn. Á sama tíma tekur forstjórinn fram að Boeing þurfi að fara yfir gæðamál innanhúss. Áður hefur Neil Sorahan, yfirmaður fjármálasviðs hjá Ryanair, sagt að félagið sé tilbúið til að kaupa vélarnar, á réttu verði. Félagið vonast til að hinar nýju vélar verði samþykktar af flugmálayfirvöldum fyrir lok ársins og geti hafið sig til flugs í byrjun næsta árs. Ryanair er það flugfélag sem flýgur flestum farþegum í Evrópu. Félagið hefur þegar pantað 150 vélar af gerð Max 10, með möguleikanum á að panta 150 til viðbótar. Félagið á þegar 136 farþegaþotur af gerðinni Boeing Max 8 og 409 eldri vélar úr smiðju Boeing. Fréttir af flugi Boeing Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Reuters greinir frá en tilefnið eru fréttir af því að bandaríska flugfélagið United Airlines hyggist hætta við kaup á 277 Max 10 vélum. Vélar af gerðinni Max 9 frá Boeing hafa verið kyrrsettar í Bandaríkjunum eftir að dyr losnuðu á vél Alaska Airlines. Í kjölfarið við skoðun á vélunum hafa fundist skrúfboltar sem herða hefði þurft betur. Þetta hefur fundist í vélum Alaska Airlines og United Airlines. „Við höfum tjáð þeim að ef sum af þessum bandarísku flugfélögum vilja ekki Max 10 vélarnar, að þá muni Ryanair hirða þessar vélar,“ hefur Reuters eftir Michael O'Leary, forstjóra Ryanair. Hann segir að ný vél Boeing verði byltingarkennd fyrir flugiðnaðinn. Á sama tíma tekur forstjórinn fram að Boeing þurfi að fara yfir gæðamál innanhúss. Áður hefur Neil Sorahan, yfirmaður fjármálasviðs hjá Ryanair, sagt að félagið sé tilbúið til að kaupa vélarnar, á réttu verði. Félagið vonast til að hinar nýju vélar verði samþykktar af flugmálayfirvöldum fyrir lok ársins og geti hafið sig til flugs í byrjun næsta árs. Ryanair er það flugfélag sem flýgur flestum farþegum í Evrópu. Félagið hefur þegar pantað 150 vélar af gerð Max 10, með möguleikanum á að panta 150 til viðbótar. Félagið á þegar 136 farþegaþotur af gerðinni Boeing Max 8 og 409 eldri vélar úr smiðju Boeing.
Fréttir af flugi Boeing Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira