„Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2024 10:30 Deandre Kane er mjög litríkur og skemmtilegur leikmaður. Grindvíkingar eru alltaf skeinuhættir með svo öflugan leikmann innanborðs. Vísir/Hulda Margrét Deandre Kane spilar með Grindavík í Subway deild karla í körfubolta í vetur en þetta er líklegast sá bandaríski körfuboltaleikmaður sem hefur komið hingað til lands með hvað öflugustu ferilskrána á bakinu. Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér. Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Sjá meira
Kane spilaði með Iowa State í háskólaboltanum og var boðið til nokkurra NBA liða til að sýna sig. Hann spilaði einnig með bæði Los Angels Lakers og Atlanta Hawks í sumardeild NBA. Kane hefur síðan spilað lengi í sterkum deildum í Evrópu og í löndum eins og Ísrael, Belgíu, Þýskalandi, Spáni og Grikklandi. Víkurfréttir fjölluðu um komu Kane til Grindavíkur og ræddu við hann um ástæðu þess að hann sé að spila á Íslandi. Hann spilar hér sem Bandaríkjamaður með ungverskt vegabréf. „Ég og konan mín hugsuðum með okkur, af hverju ekki að prófa Ísland? Ég hef leikið í níu löndum og fannst eitthvað spennandi við Ísland og hingað er ég kominn,“ sagði Deandre Kane. „Ég kann mjög vel við mig og get alveg hugsað mér að leika hér áfram. Þetta er auðvitað búið að vera mjög furðulegt tímabil vegna ástandsins í Grindavík,“ sagði Kane en sagðist engu að síður hafa kunnað mjög vel við sig í bænum. „Umskiptin tóku sinn toll af okkur og við vorum lélegir og töpuðum mörgum leikjum. Þeir sem þekkja mig, vita að ég þoli ekki að tapa en ég hef mjög mikla trú á liðinu mínu,“ sagði Kane. Grindavíkurliðið byrjaði mótið ekki vel og lenti síðan einnig í mótlæti í kringum það þegar liðið missti heimavöll sinn og leikmenn þurftu að flýja bæinn. Síðan þá hefur liðið verið á flugi og er nú með fimm sigra í röð í deildinni. Kane segist geta skorað hvenær sem hann vill en leggur áherslu á það að vörn vinni titla. Blaðamaður Víkurfrétta spurði Kane út í möguleika Grindavíkurliðsins og þar vantar ekki trú á Grindavíkurliðið eða aðallega sjálfan sig. „Við munum verða Íslandsmeistarar því ég er í liðinu. Ég veit að nánast öll liðin ætla sér það sama en þau munu ekki vinna af því að ég er ekki í liðinu þeirra. Ég spila með Grindavík og þar af leiðandi verður Grindavík Íslandsmeistari,“ sagði Deandre Kane en það má lesa allt viðtalið hér.
Subway-deild karla Grindavík UMF Grindavík Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti Fleiri fréttir Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Sjá meira