Breiðablik vinna sig ofar í miðjuslagnum Snorri Már Vagnsson skrifar 30. janúar 2024 21:54 Blazter og félagar í FH þurftu að lúta í lægra gegn Wnkr og liði Breiðabliks. FH mættu Breiðabliki í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn var spilaður á Nuke þar sem Blikar hófu leik í sókn gegn vörn FH-inga. FH-ingar tóku fyrstu lotu leiksins en Blikar voru ekki lengi að vakna. Næstu sjö lotur fóru til Breiðabliks og staðan því 1-7. FH náðu þó að takmarka skaðann inn í hálfleikinn, en TripleG, leikmaður FH leiddi lið sitt til fjögurra sigra í viðbót í fyrri hálfleik og munaði því aðeins tveim lotum þegar liðin skiptu um hliðar í hálfleik. Staðan í hálfleik: FH 5-7 Breiðablik FH-ingar hófu seinni hálfleik vel og sigruðu skammbyssulotuna ásamt annarri lotunni og jöfnuðu því leikinn í 7-7. Breiðablik, með Topaz og Viruz fremsta í flokki sigruðu svo allar lotur fram að sinni úrslitalotu, en þeir komu stöðunni í 7-12 áður en FH minnkuðu muninn í 9-12. Sigurlota Breiðabliks kom að lokum og tóku þeir því sigur í viðureigninni. Lokatölur: FH 9-13 Breiðablik. Breiðablik slítur sig því frá FH-ingum í miðjuslagnum á töflunni. FH eru enn í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en Young Prodigies og Breiðablik eru jöfn í 5-6. sæti eftir sigur Young Prodigies gegn ÍA í hinni viðureign kvöldsins. Blikar eru því aðeins tveimur stigum á eftir Ármanni, sem eiga þó leik til góða. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti
Leikurinn var spilaður á Nuke þar sem Blikar hófu leik í sókn gegn vörn FH-inga. FH-ingar tóku fyrstu lotu leiksins en Blikar voru ekki lengi að vakna. Næstu sjö lotur fóru til Breiðabliks og staðan því 1-7. FH náðu þó að takmarka skaðann inn í hálfleikinn, en TripleG, leikmaður FH leiddi lið sitt til fjögurra sigra í viðbót í fyrri hálfleik og munaði því aðeins tveim lotum þegar liðin skiptu um hliðar í hálfleik. Staðan í hálfleik: FH 5-7 Breiðablik FH-ingar hófu seinni hálfleik vel og sigruðu skammbyssulotuna ásamt annarri lotunni og jöfnuðu því leikinn í 7-7. Breiðablik, með Topaz og Viruz fremsta í flokki sigruðu svo allar lotur fram að sinni úrslitalotu, en þeir komu stöðunni í 7-12 áður en FH minnkuðu muninn í 9-12. Sigurlota Breiðabliks kom að lokum og tóku þeir því sigur í viðureigninni. Lokatölur: FH 9-13 Breiðablik. Breiðablik slítur sig því frá FH-ingum í miðjuslagnum á töflunni. FH eru enn í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en Young Prodigies og Breiðablik eru jöfn í 5-6. sæti eftir sigur Young Prodigies gegn ÍA í hinni viðureign kvöldsins. Blikar eru því aðeins tveimur stigum á eftir Ármanni, sem eiga þó leik til góða.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti