Breiðablik vinna sig ofar í miðjuslagnum Snorri Már Vagnsson skrifar 30. janúar 2024 21:54 Blazter og félagar í FH þurftu að lúta í lægra gegn Wnkr og liði Breiðabliks. FH mættu Breiðabliki í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike fyrr í kvöld. Leikurinn var spilaður á Nuke þar sem Blikar hófu leik í sókn gegn vörn FH-inga. FH-ingar tóku fyrstu lotu leiksins en Blikar voru ekki lengi að vakna. Næstu sjö lotur fóru til Breiðabliks og staðan því 1-7. FH náðu þó að takmarka skaðann inn í hálfleikinn, en TripleG, leikmaður FH leiddi lið sitt til fjögurra sigra í viðbót í fyrri hálfleik og munaði því aðeins tveim lotum þegar liðin skiptu um hliðar í hálfleik. Staðan í hálfleik: FH 5-7 Breiðablik FH-ingar hófu seinni hálfleik vel og sigruðu skammbyssulotuna ásamt annarri lotunni og jöfnuðu því leikinn í 7-7. Breiðablik, með Topaz og Viruz fremsta í flokki sigruðu svo allar lotur fram að sinni úrslitalotu, en þeir komu stöðunni í 7-12 áður en FH minnkuðu muninn í 9-12. Sigurlota Breiðabliks kom að lokum og tóku þeir því sigur í viðureigninni. Lokatölur: FH 9-13 Breiðablik. Breiðablik slítur sig því frá FH-ingum í miðjuslagnum á töflunni. FH eru enn í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en Young Prodigies og Breiðablik eru jöfn í 5-6. sæti eftir sigur Young Prodigies gegn ÍA í hinni viðureign kvöldsins. Blikar eru því aðeins tveimur stigum á eftir Ármanni, sem eiga þó leik til góða. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti
Leikurinn var spilaður á Nuke þar sem Blikar hófu leik í sókn gegn vörn FH-inga. FH-ingar tóku fyrstu lotu leiksins en Blikar voru ekki lengi að vakna. Næstu sjö lotur fóru til Breiðabliks og staðan því 1-7. FH náðu þó að takmarka skaðann inn í hálfleikinn, en TripleG, leikmaður FH leiddi lið sitt til fjögurra sigra í viðbót í fyrri hálfleik og munaði því aðeins tveim lotum þegar liðin skiptu um hliðar í hálfleik. Staðan í hálfleik: FH 5-7 Breiðablik FH-ingar hófu seinni hálfleik vel og sigruðu skammbyssulotuna ásamt annarri lotunni og jöfnuðu því leikinn í 7-7. Breiðablik, með Topaz og Viruz fremsta í flokki sigruðu svo allar lotur fram að sinni úrslitalotu, en þeir komu stöðunni í 7-12 áður en FH minnkuðu muninn í 9-12. Sigurlota Breiðabliks kom að lokum og tóku þeir því sigur í viðureigninni. Lokatölur: FH 9-13 Breiðablik. Breiðablik slítur sig því frá FH-ingum í miðjuslagnum á töflunni. FH eru enn í sjöunda sæti deildarinnar með 14 stig en Young Prodigies og Breiðablik eru jöfn í 5-6. sæti eftir sigur Young Prodigies gegn ÍA í hinni viðureign kvöldsins. Blikar eru því aðeins tveimur stigum á eftir Ármanni, sem eiga þó leik til góða.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti