„Deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin“ Kári Mímisson skrifar 30. janúar 2024 23:09 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var nokkuð léttur í leikslok þrátt fyrir tap. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, segist hafa verið sáttur við leik sinna kvenna gegn Grindavík í dag. Grindavík vann átta stiga sigur en sprækar Stjörnustúlkur spiluðu mjög vel á köflum í dag þó svo að Grindavík hefði náð að halda þeim ágætlega frá sér stærstan hluta leiksins. „Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“ Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
„Ég er bara jákvæður eftir þennan leik. Við byrjuðum þetta svolítið slappt og svo þessi 10-0 kafli í fjórða leikhluta gerði holuna mjög stóra. Mér fannst við spila vel á löngum köflum og höfðum mikla orku. Þannig að það var margt gott hjá okkur í dag.“ Arnar fékk tæknivillu í fyrri hálfleik eftir að hafa átt í samskiptum við dómara leiksins. Spurður nánar hvað gerðist er Arnar stuttorður. „Ég ætla ekki að ræða dómgæslu eða samskipti mín við dómara í fjölmiðlum. Ég er búinn að segja þetta í sex ár og þið getið alveg hætt að spyrja um þetta.“ Deildarkeppninni er nú formlega lokið hjá báðum liðum og við tekur tvískipting á deildinni í A og B hluta áður en við förum í úrslitakeppnina. Arnar segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomulag þó svo að hann segist hafa ákveðnar áhyggjur af fjölda leikja. „Þetta nýja fyrirkomulag leggst rosalega vel í mig. Ég held að það ætti að skoða að fara með það í einfalda umferð í tvískiptingunni og hafa þetta þá 22 leiki. Mér finnst við eiga að spila jafn marga leiki og karlarnir. Það þarf að manna sjálfboðaliða og allt það og það er alveg deginum ljósara að það virðist vera þynnra á þeim bænum í kringum kvennaliðin. Eins og við sjáum hér í Kópavoginum þar sem það er nýbúið að leggja liðið niður. Stjarnan gerði þetta líka fyrir ekki svo löngu síðan. Þannig að ég held að það sé skref í rétta átt að hafa þetta eins og í karladeildinni þannig að það sé ekki meira álag á fólkinu sem vinnur í kringum kvennaleikina. Svo verðum við líka með 8-liða úrslitakeppni þannig að það eru fleiri leikir kvennameginn og þar með meiri kostnaður eins og dómarakostnaður og annað slíkt þannig að ég held að það megi alveg hafa þetta á sama stað og hjá körlunum.“ Margir hafa haft áhyggjur að kerfið sé of flókið fyrir hinn almenna áhugamann spurður út í það gefur svarar Arnar brosandi. „Þetta virkar í löndunum í kringum okkur. Kannski er fólki þar bara betur gefið en hér, ég veit það ekki.“
Subway-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Antony á leið til Betis Enski boltinn Fleiri fréttir Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 80-72 | Verðskuldaður sigur Grindvíkinga Grindavík vann góðan átta stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 80-72. 30. janúar 2024 21:54