Þetta gerir hann á miðju tímabili en hinn fertugi Schmid ætlar ekki að klára tímabilið með svissneska liðinu HC Kriens-Luzern.
Schmid hefur átt magnaðar feril í þýska handboltanum og var fimm sinnum kosinn besti leikmaður ársins í bestu deild í heimi. Hann lék í tólf ár með Rhein-Neckar Löwen og var valinn leikmaður ársins 2014, 2015, 2016, 2017 og 2018. Hann fór heim til Sviss árið 2022.
Síðasti leikur hans var á Evrópumótinu í Þýskalandi. Hann skoraði alls 1094 mörk fyrir svissneska landsliðið.
Það vantaði ekki framlag hjá kappanum í lokaleiknum sem var á móti Norður-Makedóníu í riðlakeppni EM. Schmid skoraði þá 12 mörk úr aðeins 16 skotum en það dugði ekki til því Svisslendingar töpuðu leiknum 27-29.
Schmid er þegar búinn að ákveða næsta skref því það var búið að gefa það út fyrir löngu að hann verður landsliðsþjálfari Sviss í sumar.