Evrópumótið í sumar verður spilað í Þýskalandi og freistar það Kroos að spila mót á heimavelli. Síðasti landsleikur hans var á Evrópumótinu sem spilað var árið 2021 en Þjóðverjar féllu þá úr leik í 16-liða úrslitum gegn Englendingum.
Kroos á í góðu sambandi við landsliðsþjálfara Þýskalands Julian Nagelsmann og hefur Nagelsmann sjálfur sagt að hugmyndin um endurkomu Kroos sé spennandi. Leikmenn landsliðsins hafa einnig lýst því yfir að þeir myndu vilja sjá hann aftur í landsliðshópnum.
Kroos á að baki 106 leiki í þýska landsliðsbúningnum og varð heimsmeistari með Þjóðverjum árið 2014.