Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2024 23:43 Taylor Swift, Harry Styles og Ariana Grande eru öll hjá Universal Music Group Vísir/EPA Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios. Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Sjá meira
Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios.
Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Bíó og sjónvarp Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Sjá meira