Spilar ekki með Kielce meðan rannsókn á nauðgun stendur yfir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2024 17:00 Benoit Kounkoud kom til Kielce fyrir tæpum tveimur árum. getty/Marius Becker Benoit Kounkoud spilar ekki með pólska handboltaliðinu Kielce meðan frönsk yfirvöld eru með mál hans til rannsóknar. Kounkoud var handtekinn á skemmtistað í París, rúmum sólarhring eftir að hann varð Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga ungri konu á skemmtistaðnum. Kounkoud var yfirheyrður þegar runnið hafði af honum og svo sleppt úr haldi í kjölfarið. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og lögregla reynir meðal annars að safna fleiri vitnisburðum. Kounkoud leikur með pólska meistaraliðinu Kielce. Eftir að hann var handtekinn sendi félagið frá sér yfirlýsingu að það tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir en að svo stöddu komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kielce sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem fram kom að Kounkoud myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn á máli hans stæði yfir hjá frönskum yfirvöldum. KS Iskra Kielce S.A. informuje, e Benoit Kounkoud zosta odsuni ty od reprezentowania barw klubu w meczach naszej dru yny do czasu wyja nienia sprawy przez w adze francuskie.— Industria Kielce (@kielcehandball) February 2, 2024 Kounkoud kom til Kielce frá Paris Saint-Germain sumarið 2022. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni. Kounkoud var notaður sparlega á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum. EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Pólski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Kounkoud var handtekinn á skemmtistað í París, rúmum sólarhring eftir að hann varð Evrópumeistari með franska landsliðinu. Hann var sakaður um að hafa reynt að nauðga ungri konu á skemmtistaðnum. Kounkoud var yfirheyrður þegar runnið hafði af honum og svo sleppt úr haldi í kjölfarið. Rannsókn á málinu heldur hins vegar áfram og lögregla reynir meðal annars að safna fleiri vitnisburðum. Kounkoud leikur með pólska meistaraliðinu Kielce. Eftir að hann var handtekinn sendi félagið frá sér yfirlýsingu að það tæki málið alvarlega og fordæmdi allt ofbeldi. Brugðist yrði við með viðeigandi hætti um leið og opinberar upplýsingar um málið lægju fyrir en að svo stöddu komnu máli myndi félagið ekki tjá sig frekar. Kielce sendi hins vegar frá sér stutta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í dag þar sem fram kom að Kounkoud myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn á máli hans stæði yfir hjá frönskum yfirvöldum. KS Iskra Kielce S.A. informuje, e Benoit Kounkoud zosta odsuni ty od reprezentowania barw klubu w meczach naszej dru yny do czasu wyja nienia sprawy przez w adze francuskie.— Industria Kielce (@kielcehandball) February 2, 2024 Kounkoud kom til Kielce frá Paris Saint-Germain sumarið 2022. Þar leikur hann með íslenska landsliðsmanninum Hauki Þrastarsyni. Kounkoud var notaður sparlega á Evrópumótinu í Þýskalandi þar sem hann skoraði fimm mörk í jafn mörgum leikjum.
EM 2024 í handbolta Franski handboltinn Pólski handboltinn Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða