Harðneituðu að spila í Ísrael: „UEFA steig sem betur fer inn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. febrúar 2024 12:00 Ísland og Ísrael mættust í Þjóðadeildinni árið 2022. Vísir/Hulda Margrét Ísraelska knattspyrnusambandið pressaði stíft á KSÍ og UEFA að fá að halda umspilsleik karlalandsliða Íslands og Ísrael í heimalandinu. KSÍ harðneitaði ítrekuðum beiðnum og UEFA ákvað að leikurinn skyldi haldinn á hlutlausum velli. Líkt og fram hefur komið mun leikurinn fara fram í Ungverjalandi þann 21. mars næst komandi. Ákvörðun um leikstað átti að liggja fyrir í desember en sú dróst töluvert á langinn. Ísrael gerði kröfu allt þar til í lok janúar að leikurinn færi fram í heimalandinu. „Þegar dregið var í umspilsleikinn í nóvember var ekki ljóst hvar Ísrael myndi spila vegna ástandsins sem er náttúrulega alveg hræðilegt á þessum slóðum. Okkar krafa var sú að við myndum aldrei spila við Ísrael í Ísrael,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, í samtali við Vísi. Jörundur Áki er yfir knattspyrnusviði hjá KSÍ.Stöð 2 „Það tók smá tíma að fá niðurstöðu í það mál. Ísrael hélt kröfu sinni til streitu en það kom aldrei til greina af okkar hálfu. UEFA steig inn í sem betur fer og niðurstaðan að við spilum í Ungverjalandi.“ Sniðganga ekki komið til umræðu Í ljósi innrásar Ísraela í Palestínu hefur borið á þeirri kröfu meðal almennings að íslenska liðið mæti ekki til leiks gegn Ísraelum. Samskonar krafa hefur verið gerð á sniðgöngu á söngvakeppninni Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Jörundur Áki segir ljóst að meðan UEFA reki Ísrael ekki úr keppni þýði sniðganga það sama og að gefa Ísraelum sæti í úrslitaleik umspilsins. Það hafi því ekki komið til umræðu að Ísland mæti ekki til leiks. „Það hefur ekki komið til umræðu að mæta ekki í leikinn. Það er alveg ljóst að meðan UEFA heldur Ísrael inni í þessari keppni sem er enn í gangi og hófst í fyrra þá munum við mæta,“ „Markmiðið er að vinna Ísrael. Við ætlum ekki að gefa þeim auðveldu leiðina í þessu og ætlum okkur í úrslitakeppnina í sumar.“ segir Jörundur Áki. Leikur Íslands og Ísrael er 21. mars næst komandi. Sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Landslið karla í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael KSÍ Tengdar fréttir Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Líkt og fram hefur komið mun leikurinn fara fram í Ungverjalandi þann 21. mars næst komandi. Ákvörðun um leikstað átti að liggja fyrir í desember en sú dróst töluvert á langinn. Ísrael gerði kröfu allt þar til í lok janúar að leikurinn færi fram í heimalandinu. „Þegar dregið var í umspilsleikinn í nóvember var ekki ljóst hvar Ísrael myndi spila vegna ástandsins sem er náttúrulega alveg hræðilegt á þessum slóðum. Okkar krafa var sú að við myndum aldrei spila við Ísrael í Ísrael,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, sviðsstjóri knattspyrnusviðs hjá KSÍ, í samtali við Vísi. Jörundur Áki er yfir knattspyrnusviði hjá KSÍ.Stöð 2 „Það tók smá tíma að fá niðurstöðu í það mál. Ísrael hélt kröfu sinni til streitu en það kom aldrei til greina af okkar hálfu. UEFA steig inn í sem betur fer og niðurstaðan að við spilum í Ungverjalandi.“ Sniðganga ekki komið til umræðu Í ljósi innrásar Ísraela í Palestínu hefur borið á þeirri kröfu meðal almennings að íslenska liðið mæti ekki til leiks gegn Ísraelum. Samskonar krafa hefur verið gerð á sniðgöngu á söngvakeppninni Eurovision vegna þátttöku Ísraela. Jörundur Áki segir ljóst að meðan UEFA reki Ísrael ekki úr keppni þýði sniðganga það sama og að gefa Ísraelum sæti í úrslitaleik umspilsins. Það hafi því ekki komið til umræðu að Ísland mæti ekki til leiks. „Það hefur ekki komið til umræðu að mæta ekki í leikinn. Það er alveg ljóst að meðan UEFA heldur Ísrael inni í þessari keppni sem er enn í gangi og hófst í fyrra þá munum við mæta,“ „Markmiðið er að vinna Ísrael. Við ætlum ekki að gefa þeim auðveldu leiðina í þessu og ætlum okkur í úrslitakeppnina í sumar.“ segir Jörundur Áki. Leikur Íslands og Ísrael er 21. mars næst komandi. Sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Bosníu eða Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar.
Landslið karla í fótbolta Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael KSÍ Tengdar fréttir Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Sjá meira
Mæta Ísrael í Ungverjalandi Leikur Íslands og Ísraels í umspili um sæti á EM í Þýskalandi verður leikinn í Búdapest í Ungverjalandi. 25. janúar 2024 11:35