„Þurftum að fara varlega með Trent“ Smári Jökull Jónsson skrifar 10. febrúar 2024 23:15 Jurgen Klopp fagnar sigrinum í dag. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann hafi þurft að fara varlega með Trent Alexander-Arnold sem fór af velli í hálfleik í sigri Liverpool gegn Burnley í dag. Hann segir mörg lið vera í baráttunni um titilinn. Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Liverpool vann 3-1 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sigurinn var torsóttur og fór Burnley illa með nokkur færi til að skora í leiknum þegar liðið gat jafnað leikinn. „Ég get ímyndað mér hvernig Vincent Kompany (knattspyrnustjóri Burnley) líður því þeir gerðu margt mjög vel í dag og létu okkur líða illa. Á fyrstu fimmtán mínútunum vorum við að flýta okkur of mikið. Eftir það áttu þeir skyndisóknir og þær voru vandamál. Síðan slökuðum við á og skoruðum góð mörk,“ sagði Klopp í viðtali við Skysports eftir leik. Trent Alexander-Arnold fór af velli í hálfleik þegar staðan var 1-1. Hann er nýkominn aftur í liðið eftir meiðsli og fann fyrir þeim á nýjan leik í dag. „Við vissum í hálfleik hvað við þyrftum að gera. Við vorum með stjórnina en við þurftum að skipta Alexander-Arnold af velli og við erum fáliðaðir í vörninni. Curtis Jones gerði mjög vel og Harvey Elliott líka þegar hann kom inn,“ en Jones fór í hægri bakvörðinn þegar Alexander-Arnold fór af velli. „Þessi lið eru öll í baráttunni“ „Þetta var erfiður leikur og skrýtnar kringumstæður. Með allt það sem hefur gerst og leikmenn að detta út, markvörðurinn datt út rétt fyrir leik. Þetta var fullkomið síðdegi fyrir utan meiðsli Trent,“ en markvörðurinn Alisson spilaði ekki vegna veikinda í dag frekar en Joe Gomez. Klopp virðist ekki hafa of miklar áhyggjur af meiðslum Alexander-Arnold sem er nýkominn aftur eftir að hafa misst af leikjum vegna meiðsla á hné. „Meiðsli Trent eru á sama stað í hnénu. Ekkert mjög slæmt en hann fann fyrir því á ný og við þurfum að sjá. Við munum meta þetta, við vissum af þessu í leiknum og hugsuðum hvað við gætum gert. Trent sagðist vera í lagi en það er það auðvitað ekki fyrst hann finnur fyrir þessu. Við þurftum að fara varlega og taka hann af velli.“ Titilbaráttan á Englandi er æsispennandi. Liverpool er í efsta sæti og Manchester City í öðru sæti tveimur stigum á eftir. Arsenal getur jafnað City að stigum með sigri á morgun og Tottenham er aðeins sjö stigum á eftir Liverpool. Aston Villa getur farið upp fyrir Tottenham með sigri gegn Manchester United á morgun. „Þetta er svona í hverri viku. Svo bætir þú við Tottenham sem vann góðan sigur í dag. Villa spilar á morgun. Þessi lið eru öll í baráttunni og Arsenal líka.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Fótbolti Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn