Haller skoraði sigurmark Fílabeinsstrandarinnar þegar liðið vann Nígeríu, 1-2, í úrslitaleik Afríkumótsins í gær. Fílbeinsstrendingar lentu undir í leiknum en Franck Kessie jafnaði á 62. mínútu og níu mínútum fyrir leikslok skoraði Haller svo sigurmarkið.
Þetta var stór stund fyrir Haller sem greindist með krabbamein í eista í júlí 2022. Hann sneri aftur á völlinn í febrúar í fyrra og núna, ári seinna, tryggði hann þjóð sinni þriðja Afríkumeistaratitil sinn.
July 2022, Sébastien Haller was diagnosed with testicular cancer.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 11, 2024
February 2023, Haller beats cancer and then he made a return to football.
February 2024, Haller scores the goal for Ivory Coast in the AFCON final.
Never give up. pic.twitter.com/8eXgf9NHtn
Haller er fæddur í Frakklandi og lék fyrir yngri landslið Frakka. Árið 2020 ákvað hann hins vegar að spila fyrir landslið Fílabeinsstrandarinnar. Hann hefur leikið 26 landsleiki og skorað tíu mörk.
Tvö þeirra komu á Afríkumótinu en Haller skoraði eina mark leiksins þegar Fílabeinsströndin vann Kongó, 1-0, í undanúrslitunum. Haller missti af öllum þremur leikjunum í riðlakeppninni vegna meiðsla en sneri aftur í útsláttarkeppninni.
Haller, sem er 29 ára, leikur með Borussia Dortmund. Hann kom til liðsins frá Ajax 2022 en þar áður lék hann með West Ham United.