Konur hverfa úr forystu KSÍ og aðeins karlar í framboði Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz hafa báðar ákveðið að hætta hjá KSÍ. vísir/Hulda Margrét Nú er orðið ljóst að þrjár konur sem verið hafa í fararbroddi Knattspyrnusambands Íslands síðustu ár munu kveðja sambandið í þessum mánuði. Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira