Konur hverfa úr forystu KSÍ og aðeins karlar í framboði Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2024 16:00 Vanda Sigurgeirsdóttir og Klara Bjartmarz hafa báðar ákveðið að hætta hjá KSÍ. vísir/Hulda Margrét Nú er orðið ljóst að þrjár konur sem verið hafa í fararbroddi Knattspyrnusambands Íslands síðustu ár munu kveðja sambandið í þessum mánuði. Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður eftir að hafa fyrst verið kjörin í október 2021. Hún ákvað að gefa ekki kost á sér áfram og sækjast þrír karlmenn eftir formannssætinu en þeir eru Þorvaldur Örlygsson, Vignir Már Þormóðsson og Guðni Bergsson, forveri Vöndu í starfi. Klara Bjartmarz hættir sem framkvæmdastjóri um mánaðamótin, og tekur til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands. Hún hefur starfað hjá KSÍ í þrjá áratugi og verið framkvæmdastjóri síðustu níu ár, og hefur starf hennar verið auglýst laust til umsóknar fram til 27. febrúar. Núna er svo jafnframt orðið ljóst að Borghildur Sigurðardóttir hefur ákveðið að gefa ekki áfram kost á sér í stjórn, en hún hefur verið varaformaður KSÍ síðustu ár. Borghildur Sigurðardóttir, fyrir miðju, á landsleik á Laugardalsvelli ásamt Vöndu Sigurgeirsdóttur og fleiri gestum.vísir/Hulda Margrét Sjö karlmenn í baráttu um fjögur laus sæti Ljóst er að til viðbótar við nýjan formann þá verða að minnsta kosti tvö ný andlit í stjórn KSÍ, sem kjörin verður á ársþinginu í Úlfarsárdal 24. febrúar, því auk Borghildar hefur Ívar Ingimarsson ákveðið að snúa sér að öðru. Sjö manns berjast um fjögur laus sæti, allt karlmenn. Auk formanns KSÍ og fulltrúa Íslensks toppfótbolta sitja átta manns í stjórn. Þessir átta stjórnarmenn sitja hver um sig í tvö ár í senn, en kosið er í fjögur af þessum átta sætum á hverju ári. Í stjórninni sitja því áfram þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson, sem kjörin voru í fyrra. Sigfús Ásgeir Kárason og Pálmi Haraldsson sækjast svo eftir endurkjöri en til viðbótar við þá sækjast fimm karlmenn eftir kjöri. Það eru þeir Ingi Sigurðsson, Pétur Marteinsson, Sigurður Örn Jónsson, Sveinn Gíslason og Þorkell Máni Pétursson. Fjórir af þessum sjö fá sæti í stjórn.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar West Ham - Newcastle | Hamrarnir berjast við botninn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér Sjá meira