Skera niður pening til EM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2024 12:00 Dagný Brynjarsdóttir ræðir hér við þær Sveindísi Jane Jónsdóttur og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur á síðasta Evrópumóti þar íslensku stelpurnar voru meðal þátttökuþjóða. VÍSIR/VILHELM Svisslendingar eru ekki að vinna sér inn mörg stig í kvennafótboltaheiminum eftir nýjustu fréttir. Svissnesk stjórnvöld hafa nefnilega tilkynnt það að þau ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss á næsta ári. Sviss var valið sem gestgjafi keppninnar 4. apríl í fyrra. Þetta er fjórtánda Evrópumót kvenna en það síðasta fór fram í Englandi 2022. The Swiss Federal Government is cutting finances for the UEFA Women s Euro 2025. With 82m Francs spent on the Men in 2008, the original plan was to spend 15m on the Women however they have announced it has been cut to just 4m.Inequality at its finest.https://t.co/fNLjYrjEa7— swiss wnt (@swisswnt) February 11, 2024 Sextán þjóðir komast á mótið sem verður haldið í átta borgum frá 2. til 27. júlí 2025. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að Sviss fengi mótið frekar en sameiginlegt framboð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Úrslitaatkvæðagreiðslan fór 9-4 fyrir Sviss. Svissnesk stjórnvöld ætluðu að veita fimmtán milljónum svissneskra franka til mótsins en hafa skorið þessa upphæð verulega niður. Nú fara bara fjórar milljónir til mótsins. Fimmtán milljónir svissneskra franka eru 2,3 milljarðar íslenskra króna en fjórar milljónir eru 625 milljónir. Þegar Sviss hélt Evrópumót karla árið 2008 þá settu stjórnvöld 82 milljónir svissneskra franka í mótið. Þarna er gríðarlegur munur á milli kynjanna. Þessar fréttir eru frekar vandræðalegar fyrir Sviss ekki síst þar sem kvennafótboltinn er í gríðarlegri sókn og síðustu stórmót hans hafa aðeins aukið hróður hans út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Dregið verður í riðla fyrir undankeppni mótsins þann 5. mars. Óljóst er hvort Ísland verði í efsta eða næstefsta styrkleikaflokki. EM í Sviss 2025 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira
Svissnesk stjórnvöld hafa nefnilega tilkynnt það að þau ætla að skera niður fjárútlát til Evrópumóts kvenna í knattspyrnu sem fram fer í Sviss á næsta ári. Sviss var valið sem gestgjafi keppninnar 4. apríl í fyrra. Þetta er fjórtánda Evrópumót kvenna en það síðasta fór fram í Englandi 2022. The Swiss Federal Government is cutting finances for the UEFA Women s Euro 2025. With 82m Francs spent on the Men in 2008, the original plan was to spend 15m on the Women however they have announced it has been cut to just 4m.Inequality at its finest.https://t.co/fNLjYrjEa7— swiss wnt (@swisswnt) February 11, 2024 Sextán þjóðir komast á mótið sem verður haldið í átta borgum frá 2. til 27. júlí 2025. Knattspyrnusamband Evrópu ákvað að Sviss fengi mótið frekar en sameiginlegt framboð frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Úrslitaatkvæðagreiðslan fór 9-4 fyrir Sviss. Svissnesk stjórnvöld ætluðu að veita fimmtán milljónum svissneskra franka til mótsins en hafa skorið þessa upphæð verulega niður. Nú fara bara fjórar milljónir til mótsins. Fimmtán milljónir svissneskra franka eru 2,3 milljarðar íslenskra króna en fjórar milljónir eru 625 milljónir. Þegar Sviss hélt Evrópumót karla árið 2008 þá settu stjórnvöld 82 milljónir svissneskra franka í mótið. Þarna er gríðarlegur munur á milli kynjanna. Þessar fréttir eru frekar vandræðalegar fyrir Sviss ekki síst þar sem kvennafótboltinn er í gríðarlegri sókn og síðustu stórmót hans hafa aðeins aukið hróður hans út um allan heim. View this post on Instagram A post shared by SHE S A BALLER! (@shesaballer) Dregið verður í riðla fyrir undankeppni mótsins þann 5. mars. Óljóst er hvort Ísland verði í efsta eða næstefsta styrkleikaflokki.
EM í Sviss 2025 Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ Formúla 1 Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Handbolti „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Styrmir skoraði tólf í naumum sigri Körfubolti Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Fleiri fréttir Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Haaland sló enn eitt metið í gær Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Sjá meira