Unaðsstund Elizu og Guðna Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 12:28 Það fór vel á með píanóhjónunum og forsetahjónunum í Hörpu í gærkvöldi. Eliza Reid Forsetahjónin Eliza Reid og Guðni Th. Jóhannesson skelltu sér á tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Goldberg-tilbrigðin voru flutt fyrir fullum sal. Unaðsstund að sögn Elizu. Eliza segir frá gærkvöldinu á Instagram-síðu sinni og óskar Víkingi Heiðari til hamingju með stórafmælið. Píanósnillingurinn fagnaði fertugsafmæli sínu í gær. „Til hamingju með stórafmælið, Víkingur Heiðar Ólafsson! Þvílíkur unaður að fá að hlusta á einn af tónlistarsnillingum Íslands leika Goldberg-tilbrigðin fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu í gær,“ segir Eliza og birtir mynd af þeim hjónum með Víkingi Heiðari og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur eiginkonu hans. Goldberg-tilbrigðin eru af mörgum talin eitt flottasta píanóverk sögunnar en Johann Sebastian Bach samdi þau árið 1741. Víkingur Heiðar er orðinn vanur því að fræga fólkið taki púlsinn á honum að loknum tónleikum. Sjálfur Sting heilsaði upp á Víking Heiðar að loknum vel heppnuðum tónleikum hans í Carnegie Hall í New York á dögunum. „Ekki síður gaman var að fá tækifæri til að óska snillingnum til hamingju með stórafmælið þegar við heilsuðum upp á hann og eiginkonu hans Höllu Oddnýju Magnúsdóttur baksviðs eftir tónleikana. Takk fyrir okkur!“ segir Eliza fyrir hönd forsetahjónanna. Þau hafa verið á ferð og flugi undanfarna daga síðan Eliza kom heim úr vel heppnaðri ferð á bókamessu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þau hafa bæði heimsótt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ þar sem heldri Grindvíkingar dvelja og gúffað í sig saltkjöti og baunum með fólkinu hjá Sjálfsbjörg. Víkingur Heiðar getur slakað á með fjölskyldunni í dag en fram undan eru tvennir tónleikar í Hörpu til viðbótar, á föstudags- og sunnudagskvöld. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Harpa Tónlist Samkvæmislífið Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Forsetahjónin fagna sprengidegi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. 13. febrúar 2024 13:45 Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Eliza segir frá gærkvöldinu á Instagram-síðu sinni og óskar Víkingi Heiðari til hamingju með stórafmælið. Píanósnillingurinn fagnaði fertugsafmæli sínu í gær. „Til hamingju með stórafmælið, Víkingur Heiðar Ólafsson! Þvílíkur unaður að fá að hlusta á einn af tónlistarsnillingum Íslands leika Goldberg-tilbrigðin fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu í gær,“ segir Eliza og birtir mynd af þeim hjónum með Víkingi Heiðari og Höllu Oddnýju Magnúsdóttur eiginkonu hans. Goldberg-tilbrigðin eru af mörgum talin eitt flottasta píanóverk sögunnar en Johann Sebastian Bach samdi þau árið 1741. Víkingur Heiðar er orðinn vanur því að fræga fólkið taki púlsinn á honum að loknum tónleikum. Sjálfur Sting heilsaði upp á Víking Heiðar að loknum vel heppnuðum tónleikum hans í Carnegie Hall í New York á dögunum. „Ekki síður gaman var að fá tækifæri til að óska snillingnum til hamingju með stórafmælið þegar við heilsuðum upp á hann og eiginkonu hans Höllu Oddnýju Magnúsdóttur baksviðs eftir tónleikana. Takk fyrir okkur!“ segir Eliza fyrir hönd forsetahjónanna. Þau hafa verið á ferð og flugi undanfarna daga síðan Eliza kom heim úr vel heppnaðri ferð á bókamessu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þau hafa bæði heimsótt hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ þar sem heldri Grindvíkingar dvelja og gúffað í sig saltkjöti og baunum með fólkinu hjá Sjálfsbjörg. Víkingur Heiðar getur slakað á með fjölskyldunni í dag en fram undan eru tvennir tónleikar í Hörpu til viðbótar, á föstudags- og sunnudagskvöld.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Harpa Tónlist Samkvæmislífið Víkingur Heiðar Tengdar fréttir Forsetahjónin fagna sprengidegi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. 13. febrúar 2024 13:45 Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Sjá meira
Forsetahjónin fagna sprengidegi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fagna sprengideginum eins og fjölmargir Íslendingar. Hjónin kíktu í heimsókn til Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu í dag og fengu sér saltkjöt og baunir. 13. febrúar 2024 13:45
Eliza að drukkna í viðtölum í Dubai Eliza Reid forsetafrú og rithöfundur lætur vel af heimsókn sinni til Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem hún var á meðal þátttakenda í Emirates Literary bókahátíðinni. 5. febrúar 2024 13:51