Haaland sló met sem enginn vill eiga Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 10:30 Erling Haaland fór illa með nokkur færi í leiknum í gær. Vísir/Getty Manchester City og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær og missti lið City þar með af tækifærinu til að koma sér aðeins tveimur stigum frá toppliði Liverpool. Norðmaðurinn Erling Haaland sló met í leiknum sem hann hefði eflaust viljað sleppa. Lengi vel leit út fyrir að Chelsea myndi leggja Manchester City að velli á Ethihad-leikvanginum í gær en Spánverjinn Rodri jafnaði metin á 83. mínútu leiksins. Lið City fékk fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum en urðu að sætta sig við að koma boltanum aðeins einu sinni í netið. Enginn fékk fleiri færi en markahrókurinn Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn fór í nokkur skipti illa að ráði sínu og boltinn vildi hreinlega ekki fara í netið. „Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð“ Þegar tölfræðin var skoðuð eftir leikinn kom í ljós að Haaland hafði slegið met. Líklega langar hann lítið að eiga þetta met en hann er nú sá leikmaður með hæsta XG (Expected Goals) í einum leik án þess að skora. XG er tölfræði sem sýnir hversu mörg mörk leikmenn ættu að skora miðað við þau færi sem þeir fá í leik. Haaland átti níu skot á markið í leiknum og misnotaði þrjú færi sem samkvæmt tölfræðinni teljast góð. Hann endaði með XG upp á 1,71 sem er það mesta hjá einum leikmanni á tímabilnu án þess að skora. Haaland had nine shots and an xG total of 1.71 against Chelsea Most FPL managers right now pic.twitter.com/0DohVrmYuO— LiveScore (@livescore) February 17, 2024 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi þó ekki kenna Haaland um stigin sem fóru í súginn í leiknum í gærkvöldi. „Það er gott að eiga níu skot á markið og næst mun hann skora,“ en Haaland hefur skorað 16 deildamörk á tímabilinu. „Ég var leikmaður í ellefu ár og skoraði ellefu mörk. Þvílík tölfræði! Eitt mark á tímabili. Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð,“ sagði Guardiola á léttum nótum. „Við erum að búa til færin, við fengum færi og hann mun skora næst. Ég áfellist hann ekki, þetta eru manneskjur.“ Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Lengi vel leit út fyrir að Chelsea myndi leggja Manchester City að velli á Ethihad-leikvanginum í gær en Spánverjinn Rodri jafnaði metin á 83. mínútu leiksins. Lið City fékk fjölmörg færi til að skora fleiri mörk í leiknum en urðu að sætta sig við að koma boltanum aðeins einu sinni í netið. Enginn fékk fleiri færi en markahrókurinn Erling Braut Haaland. Norðmaðurinn fór í nokkur skipti illa að ráði sínu og boltinn vildi hreinlega ekki fara í netið. „Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð“ Þegar tölfræðin var skoðuð eftir leikinn kom í ljós að Haaland hafði slegið met. Líklega langar hann lítið að eiga þetta met en hann er nú sá leikmaður með hæsta XG (Expected Goals) í einum leik án þess að skora. XG er tölfræði sem sýnir hversu mörg mörk leikmenn ættu að skora miðað við þau færi sem þeir fá í leik. Haaland átti níu skot á markið í leiknum og misnotaði þrjú færi sem samkvæmt tölfræðinni teljast góð. Hann endaði með XG upp á 1,71 sem er það mesta hjá einum leikmanni á tímabilnu án þess að skora. Haaland had nine shots and an xG total of 1.71 against Chelsea Most FPL managers right now pic.twitter.com/0DohVrmYuO— LiveScore (@livescore) February 17, 2024 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola vildi þó ekki kenna Haaland um stigin sem fóru í súginn í leiknum í gærkvöldi. „Það er gott að eiga níu skot á markið og næst mun hann skora,“ en Haaland hefur skorað 16 deildamörk á tímabilinu. „Ég var leikmaður í ellefu ár og skoraði ellefu mörk. Þvílík tölfræði! Eitt mark á tímabili. Ég er ekki rétti aðilinn til að gefa framherjum ráð,“ sagði Guardiola á léttum nótum. „Við erum að búa til færin, við fengum færi og hann mun skora næst. Ég áfellist hann ekki, þetta eru manneskjur.“
Enski boltinn Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira