Clattenburg kominn í áhugavert starf hjá Nottingham Forest Smári Jökull Jónsson skrifar 18. febrúar 2024 14:32 Mark Clattenburg dæmdi marga stórleiki á sínum tíma. Vísir/Getty Fyrrum dómarinn Mark Clattenburg var í stúkunni í leik Nottingham Forest gegn West Ham í gær og sat þar við hlið eiganda Forest. Clattenburg er orðinn starfsmaður Forest og hlutverk hans er nokkuð áhugavert. Mark Clattenburg var í nokkur ár talinn einn besti dómari í heimi en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004-2017. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Madrídarliðanna Real og Atletico árið 2016 og úrslitaleik EM í Frakklandi sama ár. Síðustu ár hefur Clattenburg meðal annars starfað í Kína og Egyptalandi þar sem hann hefur sinnt ráðgjafastörfum. Þá hefur hann starfað í sjónvarpsþættinum Gladiators á BBC og skrifað pistla um dómgæslu í Daily Mail. Býst við að Clattenburg geti gefið góðar útskýringar Nú er Clattenburg hins vegar kominn á launaskrá hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Þar mun hann starfa sem nokkurs konar ráðgjafi í dómaramálum. Forest hafa fengið nokkra vafasama dóma gegn sér á tímabilinu og hafa ráðið Clattenburg til að bæta skilning þeirra á ákvörðunum. „Við búumst við að einhver með jafn mikla reynslu og hann geti gefið okkur góða útskýringu á því sem gerist. Allir í herberginu er að spyrja og ég spyr sjálfan mig: Af hverju?,“ sagði Nuno Esposito Santos knattspyrnustjóri Forest um aðkomu Clattenburg hjá Forest. „Með VAR og allt svo augljóst, þá býst ég við að Mark gefi mér útskýringu og segi: Þetta er það sem gerðist.“ Bar atvikið saman við vítið sem Jota fékk Í leik Nottingham Forest og Newcastle ákvað dómarinn Anthony Taylor ekki að dæma víti á markvörð Newcastle Martin Dubravka sem felldi Taiwo Awoniyi og VAR sendi Taylor ekki í skjáinn. Clattenburg bar atvikið saman við það þegar Diogo Jota framherji Liverpool fékk víti fyrr í vetur þegar margir töldu að ekki hefði átt að dæma. „Awoniyi hafði meira til síns máls en Jota. Dubravka lyfti hægri hönd sinni og gerði honum ómögulegt að standa í fæturnar. Samt fékk Forest ekkert,“ sagði Clattenburg um það atvik. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif koma Clattenburg hefur hjá Nottingham Forest en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sjá meira
Mark Clattenburg var í nokkur ár talinn einn besti dómari í heimi en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2004-2017. Hann dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Madrídarliðanna Real og Atletico árið 2016 og úrslitaleik EM í Frakklandi sama ár. Síðustu ár hefur Clattenburg meðal annars starfað í Kína og Egyptalandi þar sem hann hefur sinnt ráðgjafastörfum. Þá hefur hann starfað í sjónvarpsþættinum Gladiators á BBC og skrifað pistla um dómgæslu í Daily Mail. Býst við að Clattenburg geti gefið góðar útskýringar Nú er Clattenburg hins vegar kominn á launaskrá hjá enska úrvalsdeildarliðinu Nottingham Forest. Þar mun hann starfa sem nokkurs konar ráðgjafi í dómaramálum. Forest hafa fengið nokkra vafasama dóma gegn sér á tímabilinu og hafa ráðið Clattenburg til að bæta skilning þeirra á ákvörðunum. „Við búumst við að einhver með jafn mikla reynslu og hann geti gefið okkur góða útskýringu á því sem gerist. Allir í herberginu er að spyrja og ég spyr sjálfan mig: Af hverju?,“ sagði Nuno Esposito Santos knattspyrnustjóri Forest um aðkomu Clattenburg hjá Forest. „Með VAR og allt svo augljóst, þá býst ég við að Mark gefi mér útskýringu og segi: Þetta er það sem gerðist.“ Bar atvikið saman við vítið sem Jota fékk Í leik Nottingham Forest og Newcastle ákvað dómarinn Anthony Taylor ekki að dæma víti á markvörð Newcastle Martin Dubravka sem felldi Taiwo Awoniyi og VAR sendi Taylor ekki í skjáinn. Clattenburg bar atvikið saman við það þegar Diogo Jota framherji Liverpool fékk víti fyrr í vetur þegar margir töldu að ekki hefði átt að dæma. „Awoniyi hafði meira til síns máls en Jota. Dubravka lyfti hægri hönd sinni og gerði honum ómögulegt að standa í fæturnar. Samt fékk Forest ekkert,“ sagði Clattenburg um það atvik. Það verður áhugavert að sjá hvaða áhrif koma Clattenburg hefur hjá Nottingham Forest en liðið er í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Íslenski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sjá meira