Var hræddur um að pabbi hans myndi hata hann Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 07:01 Binni Glee er viðmælandi í Einkalífinu. Vísir/Vilhelm Raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarnan Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan. Honum fannst auðveldara að segja stelpum að hann væri hommi og tók þetta í skrefum en þegar uppi er staðið segist hann einungis hafa fengið ást og stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. Binni Glee er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Léttara að segja konum að ég væri hommi“ Aðspurður hvernig það hafi verið að koma út svarar Binni: „Það var alveg erfitt. Í fyrsta bekk í menntaskóla spurði vinkona mín mig hvort ég væri samkynhneigður og ég ákvað bara að segja já. Hún svaraði bara okei æði,“ segir Binni en þetta var í fyrsta skipti sem einhver spurði hann beint út í það. Hann tók þetta svo í pörtum, sagði stelpunum í bekknum sínum, síðan strákunum og þar á eftir fjölskyldu sinni. Hann segist þakklátur fyrir alla þá ást sem hann fékk. „Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en um jólin 2015 setti ég færslu inn á Beautytips síðuna á Facebook þar sem ég sagði eitthvað: „Ég var að koma út úr skápnum fyrir mömmu og systur minni.“ Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en ég held það sé því mér fannst miklu léttara að segja konum að ég væri hommi heldur en körlum. Á Beautytips eru náttúrulega aðallega gellur. Og ég fékk svo mikla ást.“ Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan og segist hafa fengið mikla ást og mikinn stuðning. Vísir/Hulda Margrét Á í góðu sambandi við pabba sinn Hann kom svo ekki út úr skápnum fyrr en hálfu ári síðar fyrir pabba sínum. „Þegar ég kom út fyrir honum sagði hann: Ég trúi þessu ekki. Ég var bara ómægad, ég hélt að ég væri búinn að eyðileggja sambandið okkar. En hann bara fattaði það ekki og þetta var sjokk fyrir hann og ég skil það. Ég var ótrúlega leiður fyrst og fór að gráta en svo bara næsta dag væri bara eins og ekkert hefði gerst. Og já, ég elska pabba,“ segir Binni og bætir við að þeir eigi mjög gott samband og hann skilji að pabbi hans hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við fyrst. „Ég var ekkert eitthvað ómægad hann hatar mig en ég var samt alveg hvað ef hann hatar mig skilurðu? En svo var bara allt í lagi.“ Raunveruleikastjörnurnar og hinsegin fyrirmyndirnar úr Æði seríunum. Frá vinstri Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj. Vísir/Hulda Margrét Páll Óskar áhrifavaldur í lífi Binna Binni er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta verið hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi og finnst ómetanlegt að fá að heyra að hann hafi haft jákvæð áhrif á líf fólks og hjálpað því með sýnileika sínum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt einhverja fyrirmynd í æsku svarar hann: „Ég myndi alveg segja að Páll Óskar hafi verið mjög stór.“ Binni á stóra fjölskyldu í Filipseyjum sem hann á í mjög góðu sambandi við og fer hann reglulega í heimsókn til þeirra. „Amma mín í Filipseyjum er bara uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum. Það var líka svo létt að koma út fyrir þeim, ég á svo mikið af hinsegin frændfólki úti.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna: Einkalífið Geðheilbrigði Hinsegin Æði Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira
Binni Glee er viðmælandi í nýjasta þætti af Einkalífinu en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: „Léttara að segja konum að ég væri hommi“ Aðspurður hvernig það hafi verið að koma út svarar Binni: „Það var alveg erfitt. Í fyrsta bekk í menntaskóla spurði vinkona mín mig hvort ég væri samkynhneigður og ég ákvað bara að segja já. Hún svaraði bara okei æði,“ segir Binni en þetta var í fyrsta skipti sem einhver spurði hann beint út í það. Hann tók þetta svo í pörtum, sagði stelpunum í bekknum sínum, síðan strákunum og þar á eftir fjölskyldu sinni. Hann segist þakklátur fyrir alla þá ást sem hann fékk. „Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en um jólin 2015 setti ég færslu inn á Beautytips síðuna á Facebook þar sem ég sagði eitthvað: „Ég var að koma út úr skápnum fyrir mömmu og systur minni.“ Ég veit ekki afhverju ég gerði þetta en ég held það sé því mér fannst miklu léttara að segja konum að ég væri hommi heldur en körlum. Á Beautytips eru náttúrulega aðallega gellur. Og ég fékk svo mikla ást.“ Binni Glee kom út úr skápnum fyrir tæpum níu árum síðan og segist hafa fengið mikla ást og mikinn stuðning. Vísir/Hulda Margrét Á í góðu sambandi við pabba sinn Hann kom svo ekki út úr skápnum fyrr en hálfu ári síðar fyrir pabba sínum. „Þegar ég kom út fyrir honum sagði hann: Ég trúi þessu ekki. Ég var bara ómægad, ég hélt að ég væri búinn að eyðileggja sambandið okkar. En hann bara fattaði það ekki og þetta var sjokk fyrir hann og ég skil það. Ég var ótrúlega leiður fyrst og fór að gráta en svo bara næsta dag væri bara eins og ekkert hefði gerst. Og já, ég elska pabba,“ segir Binni og bætir við að þeir eigi mjög gott samband og hann skilji að pabbi hans hafi ekki vitað hvernig hann ætti að bregðast við fyrst. „Ég var ekkert eitthvað ómægad hann hatar mig en ég var samt alveg hvað ef hann hatar mig skilurðu? En svo var bara allt í lagi.“ Raunveruleikastjörnurnar og hinsegin fyrirmyndirnar úr Æði seríunum. Frá vinstri Gunnar Skírnir, Sæmundur, Patrekur Jaime, Binni Glee og Bassi Maraj. Vísir/Hulda Margrét Páll Óskar áhrifavaldur í lífi Binna Binni er ótrúlega þakklátur fyrir það að geta verið hinsegin fyrirmynd í íslensku samfélagi og finnst ómetanlegt að fá að heyra að hann hafi haft jákvæð áhrif á líf fólks og hjálpað því með sýnileika sínum. Aðspurður hvort hann hafi sjálfur átt einhverja fyrirmynd í æsku svarar hann: „Ég myndi alveg segja að Páll Óskar hafi verið mjög stór.“ Binni á stóra fjölskyldu í Filipseyjum sem hann á í mjög góðu sambandi við og fer hann reglulega í heimsókn til þeirra. „Amma mín í Filipseyjum er bara uppáhalds manneskjan mín í öllum heiminum. Það var líka svo létt að koma út fyrir þeim, ég á svo mikið af hinsegin frændfólki úti.“ Einkalífið er á Spotify. Í spilaranum hér að neðan má heyra viðtalið við Binna:
Einkalífið Geðheilbrigði Hinsegin Æði Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Sjá meira