Kerecis aðalstyrktaraðili Vestra: „Afar þakklát fyrir veglegan stuðning“ Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2024 09:00 Nýr heimavöllur Vestra mun heita Kerecisvöllurinn, samkvæmt nýjum samningi, og á honum verður spilað í Bestu deild karla í vor, þegar snjórinn fer. Vestri Líftæknifyrirtækið Kerecis er nýr aðalstyrktaraðili knattspyrnudeildar Vestra á Ísafirði. Heimavöllur félagsins fær nú nafnið Kerecisvöllurinn og munu öll lið Vestra leika í búningum merktum fyrirtækinu, sem í fyrra var selt fyrir 175 milljarða króna. Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, segir að þessi „stærsti samningur“ í sögu Vestra muni hjálpa félaginu gríðarlega mikið í komandi verkefnum. „2024 er tímamótaár hjá Vestra. Félagið mun leika í efstu deild karla í fyrsta sinn í ár og jafnframt tefla fram liði í meistaraflokki kvenna í fyrsta skipti síðan 2013. Þá er barna- og ungmennastarfið í miklum blóma og hér ríkir mikil eftirvænting fyrir sumrinu. Kostnaður vegna alls þessa er verulegur, sérstaklega vegna ferðalaga, og við erum afar þakklát fyrir veglegan stuðning Kerecis og þeirra hjóna við félagið,“ segir Samúel í fréttatilkynningu. Klippa: Kerecis styrkir Vestra Guðmundur Fertram, stofnandi Kerecis, segir að hjarta fyrirtækisins slái á Ísafirði og það sé gaman að geta lagt knattspyrnudeild Vestra lið. Félagið sé einn af máttarstólpum samfélagsins og frábær árangur Vestra sé mikil lyftistöng fyrir Vestfirði. „Árangur Vestra er táknrænn fyrir uppganginn á Ísafirði og nágrenni undanfarin ár. Atvinnulífið blómstrar, íbúum fjölgar og mannlífið dafnar. Allt helst þetta í hendur og við viljum taka þátt í því að efla samfélagið í okkar heimabæ.” Vestri teflir fram kvennaliði í sumar, í fyrsta sinn síðan 2013.Vestri „Hið eina sanna Frostaskjól“ Vestramenn undirbúa sig nú af fullum krafti fyrir komandi keppnistímabil og vonast til að geta spilað fyrsta leik sinn á Kerecisvellinum gegn KA 20. apríl. Til þess þarf þó margt að ganga upp, og veðurguðirnir að vera þeim hliðhollir svo að nýtt gervigras verði komið á völlinn. Í myndbandinu hér að ofan, til kynningar á styrktarsamningnum, má sjá leikmenn Vestra æfa við krefjandi aðstæður í snjónum, og þá Guðmund og Samúel ræða mikilvægi samningsins og þess að efla áfram mannlíf á Ísafirði. „Ég hef miklar væntingar til liðsins núna á leiktímabilinu. Þeir eru ískaldir, grjótharðir, og eru sannarlega til í að spila hér í hinu eina sanna Frostaskjóli,“ sagði Guðmundur sposkur, en myndbandið má sjá hér að ofan.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira