Lífið samstarf

Páska­egg fyrir sanna bragða­refi

Nói Síríus
Nýja Bragðarefseggið inniheldur allskonar góðgæti þar sem hið klassíska og sívinsæla Tromp leikur stórt hlutverk. 
Nýja Bragðarefseggið inniheldur allskonar góðgæti þar sem hið klassíska og sívinsæla Tromp leikur stórt hlutverk. 

Tíminn líður sannarlega hratt þegar við höfum eitthvað að hlakka til og það þýðir að fyrir bragðarefi landsins eru páskarnir rétt handan við hornið, þó enn sé rúmur mánuður til stefnu.

Og til að stytta biðina enn frekar hefur Nói Síríus sett á markað Bragðarefsegg sem inniheldur allskonar góðgæti þar sem hið klassíska og sívinsæla Tromp leikur stórt hlutverk. Dásamlegt Síríus súkkulaðið í egginu inniheldur nefnilega Tromp bita, auk þess sem karamellukurl og hrískúlur leika við bragðlauka þeirra sem smakka.

„Páskarnir spila auðvitað stórt hlutverk í okkar starfsemi og í aðdragandum er alla jafna mikið líf og fjör hér innanhúss,“ segir Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríus. „Það er alltaf skemmtileg vinna að þróa og setja á markað ný egg og ég hef fulla trú á því að Bragðarefseggið muni vekja mikla lukku hjá landsmönnum,“ bætir Auðjón við.

Eins og allt súkkulaði frá Nóa Síríus er súkkulaðið í páskaeggjunum vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnið er ræktað við mannúðlegar aðstæður sem ógna ekki lífríki jarðar. Með því er fyrirtækið hluti af því verkefni að tryggja sjálfbærni kakóræktunar til framtíðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×