Segir Eið ef til vill þann fyrsta til að spila 8,5 stöðuna á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea á árunum 2000-06 og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu. getty/Ben Radford Eiður Smári Guðjohnsen gæti hafa rutt brautina fyrir leikmenn sem eru að spila „nýja“ stöðu í toppliðunum á Englandi. Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira