Í tilkynningu forstjóra Play til Kauphallar í vikunni vegna hlutafjáraukningar sagði hann flugfélagið ítrekað hafa orðið fyrir ytri áföllum í rekstrarumhverfinu. Í fréttum Stöðvar 2 rakti Birgir Jónsson áföllin í tæplega þriggja ára sögu Play:
Covid-faraldurinn hefði staðið lengur en búist var við. Innrás hefði verið gerð í Úkraínu, með meira en tvöföldun olíuverðs á viðkvæmum tíma fyrir flugfélög. Átök hefðu blossað upp fyrir botni Miðjarðarhafs, í Ísrael, sem dregið hefðu úr áhuga Bandaríkjamanna á að ferðast til Evrópu. Fréttaflutningur af jarðhræringum á Íslandi hefði skaðað og svo hefðu flugumferðarstjórar efnt til verkfalls.
„Það hafa verið ansi margir svartir svanir á vegi okkar,“ sagði forstjóri Play.
Birgir sagði fréttir heimsfjölmiðla af umbrotunum við Grindavík hafa valdið íslenskri ferðaþjónustu milljarðatjóni. Hann sagði þó vandséð hvernig koma hefði mátt í veg fyrir slíkt tjón.
Lengra viðtal við Birgi má sjá í frétt Stöðvar 2: