Þórir gæti náð nítján árum með Noregi Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2024 15:01 Þórir Hergeirsson hefur gert stórkostlega hluti með norska landsliðið. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson hefur átt í viðræðum við norska handknattleikssambandið um að halda áfram farsælu starfi sínu sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs. Norskir fjölmiðlar greina frá því að Þórir eigi í viðræðum um nýjan samning sem myndi gilda fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Gangi það eftir mun Þórir í lok samningstímans hafa stýrt Noregi í nítján ár, en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Marit Breivik. Undir stjórn Þóris varð Noregur í öðru sæti á HM í lok síðasta árs en liðið er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið EM tvö síðustu skipti. Alls hefur Noregur unnið þrjá heimsmeistaratitla, fimm Evrópumeistaratitla og eitt ólympíugull undir stjórn Þóris, auk fleiri verðlauna. „Ég hef átt samtöl við bæði framkvæmdastjórann og formanninn. Þeir vilja mig áfram,“ segir Þórir sem kveðst ekki hafa mikinn tíma til að velta samningsmálum fyrir sér núna en reiknar þó með að niðurstaða fáist á allra næstu mánuðum. Mikilvægt að horfa fram yfir næstu Ólympíuleika Þórir væntir þess að niðurstaða náist fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en í síðasta lagi að leikunum loknum. Þrátt fyrir rosalega velgengni kveðst hann ekki orðinn saddur. „Í augnablikinu nýt ég þessa starfs í botn. En maður þarf að geta horft fjögur ár fram í tímann og verið viss um að þetta sé rétt ákvörðun. Það er mikilvægt að hugsa um þetta í fjögurra ára hringjum. Þá eru Ólympíuleikarnir 2028 og við fáum nokkra möguleika til að ná þangað inn,“ sagði Þórir. Þórir hefur nú kallað landsliðshóp sinn saman fyrir tvo leiki við Austurríki, og liðið mætir svo Sviss og Ungverjalandi í apríl, í Evrópubikarnum svokallaða. Þar spila liðin sem eru örugg inn á EM í lok þessa árs. Ísland er í góðum málum í undankeppninni fyrir það mót og mætir Svíþjóð á heimavelli á morgun. Handbolti Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Norskir fjölmiðlar greina frá því að Þórir eigi í viðræðum um nýjan samning sem myndi gilda fram yfir Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028. Gangi það eftir mun Þórir í lok samningstímans hafa stýrt Noregi í nítján ár, en hann tók við sem aðalþjálfari liðsins árið 2009 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Marit Breivik. Undir stjórn Þóris varð Noregur í öðru sæti á HM í lok síðasta árs en liðið er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið EM tvö síðustu skipti. Alls hefur Noregur unnið þrjá heimsmeistaratitla, fimm Evrópumeistaratitla og eitt ólympíugull undir stjórn Þóris, auk fleiri verðlauna. „Ég hef átt samtöl við bæði framkvæmdastjórann og formanninn. Þeir vilja mig áfram,“ segir Þórir sem kveðst ekki hafa mikinn tíma til að velta samningsmálum fyrir sér núna en reiknar þó með að niðurstaða fáist á allra næstu mánuðum. Mikilvægt að horfa fram yfir næstu Ólympíuleika Þórir væntir þess að niðurstaða náist fyrir Ólympíuleikana í París í sumar en í síðasta lagi að leikunum loknum. Þrátt fyrir rosalega velgengni kveðst hann ekki orðinn saddur. „Í augnablikinu nýt ég þessa starfs í botn. En maður þarf að geta horft fjögur ár fram í tímann og verið viss um að þetta sé rétt ákvörðun. Það er mikilvægt að hugsa um þetta í fjögurra ára hringjum. Þá eru Ólympíuleikarnir 2028 og við fáum nokkra möguleika til að ná þangað inn,“ sagði Þórir. Þórir hefur nú kallað landsliðshóp sinn saman fyrir tvo leiki við Austurríki, og liðið mætir svo Sviss og Ungverjalandi í apríl, í Evrópubikarnum svokallaða. Þar spila liðin sem eru örugg inn á EM í lok þessa árs. Ísland er í góðum málum í undankeppninni fyrir það mót og mætir Svíþjóð á heimavelli á morgun.
Handbolti Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Fleiri fréttir Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita